10.02.2016
Emil Brynjar Karlsson félagsmaður í GM lést laugardaginn síðastliðinn þann 6. febrúar. Emil hafði verið félagsmaður í fjöldamörg ár. Fyrst í GKj og nú síðasta árið í GM.
Emil var frábær félagsmaður og tók virkan þátt í öllu starfi klúbbsins, bæði á sumrin og veturna. Emil var mikið á vellinum að spila sjálfur en einnig með börnum sínum og barnabörnum sem hann fylgdi vel eftir og studdi með ráðum og dáðum.
Útför Emils fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 17. febrúar klukkan 13:00.
Fyrir hönd félagsmanna sendum við hjá GM innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu og ættingja Emils.
09.02.2016
Golfklúbbur Mosfellsbæjar tekur nú við skráningum á nýjum félögum ár fyrir golfsumarið 2016. Að þessu sinni er sérstaklega hagstætt að ganga til liðs við Golfklúbb Mosfellsbæjar en nýir félagsmenn fá 10.000 kr. afslátt af sínu fyrsta félagsgjaldi og greiða því einungis 79.990 kr. fyrir sitt fyrsta ár með fullri leikheimild á báðum vallarsvæðum GM á Hlíðavelli og í Bakkakoti. Einnig er hægt að skrá sig sem félagsmann í aðild með hálfri leikheimild en sú heimild gildir fyrir Bakkakot. Afsláttur af því félagsgjaldi er 5.000 kr. og kostar því 49.990 að vera með.
Flestir kylfingar vilja geta spilað golf. Hjá GM er það auðveldara en hjá mörgum golfklúbbum enda er aðgengi að rástímum fyrir félagsmenn GM meira en hjá sambærilegum klúbbum. Hérna eru tvær staðreyndir varðandi framboð á rástímum:
• Hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar eru 62% fleiri rástímar pr. félagsmann en hjá öðrum sambærilegum golfklúbbum á höfuðborgarsvæðinu.
• Í GM eru 37% færri kylfingar um hverja golfholu en í öðrum klúbbum á höfuðborgarsvæðinu.
Í þessum tölum er borinn saman félagsfjöldi fullorðinna félagsmanna í GR, GKG, GK, OG og síðan GM. Notast er við allar golfholur þar sem hægt er að leika til forgjafar. Gert er ráð fyrir sömu opnun vallarsvæða utan þess að Hlíðavöllur hefur opnað að meðaltali 2 vikum fyrr en næsti völlur en þar væri í raun hægt að gera ráð fyrir enn lengri tíma þar sem sumir vellir opna 3-4 vikum síðar. Gert er ráð fyrir sama tíma fyrir lokun vallarsvæða þó ennfremur hafi Hlíðavöllur oft verið opinn lengur en flestir vellir.
Svona lítur samanburður út við helstu klúbba á Höfuðborgarsvæðinu:
GR – 12,7 rástímar pr. félagsmann | 52% fleiri rástímar pr. félagsmenn hjá GM*
GKG – 11,3 rástímar pr. félagsmann | 70% fleiri rástímar pr. félagsmann hjá GM*
GK – 14 rástímar pr. félagsmann | 38% fleiri rástímar pr. félagsmann hjá GM*
GO – 9,6 rástímar pr. félagsmann | 100% fleiri rástímar pr. félagsmann hjá GM*
GM – 19,3 rástímar pr. félagsmann*
04.02.2016
Fjórða mót Liðapúttmótaraðar GM fór fram miðvikudaginn 3. febrúar. Alls eru 12 lið sem taka þátt í mótinu og keppnin er jöfn og spennandi. Alls gilda 4 bestu mótin af 6 og því getur allt gerst þegar liðin fara að henda út verstu hringjunum sínum. Staðan eftir 4 mót er þessi:
Að lokum gilda svo 4 bestu mót hvers liðs af 6. Það liggur því fyrir að staðan getur breyst töluvert þegar liðin fara að henda út verstu hringjunum. Næsta mót fer fram í á morgun miðvikudaginn 10. febrúar.
03.02.2016
Þriðja mót Liðapúttmótaraðar GM fór fram miðvikudaginn 27. janúar. Alls eru 12 lið sem keppast um sigurinn. Skorin voru góð og ljóst að ekki verður gefin tomma eftir í baráttunni. Staðan að loknum tveimur mótum er því þessi:
Að lokum gilda svo 4 bestu mót hvers liðs af 6. Það liggur því fyrir að staðan getur breyst töluvert þegar liðin fara að henda út verstu hringjunum. Næsta mót fer fram í kvöld miðvikudaginn 3. febrúar.
25.01.2016
Fimmtudaginn 21. janúar síðastliðinn fór fram kjör Íþróttamanns og Íþróttakonu Mosfellsbæjar við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu við Varmá. Við hjá GM áttum fulltrúa í báðum flokkum en kylfingar ársins, Kristján Þór og Heiða Guðnadóttir voru tilnefnd til íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar. Kristján og Heiða áttu bæði gott ár í keppnisgolfi og voru verðugir fulltrúar GM í kjörinu. Að lokum fór það svo að hestamaðurinn Reynir Örn og skotfimikonan Íris Eva hlutu titlana. Óskum við þeim til hamingju með það.
Margvísleg verðlaun og viðurkenningar voru veitt að þessu tilefni en veittar voru viðurkenningar fyrir Íslandsmeistaratitla auk viðurkenninga fyrir þátttöku með landsliði í æfingum eða keppni. Einnig voru veittar viðurkenningar til efnilegra ungmenna, tveggja í hverri grein. Eftirtaldir aðilar frá GM fengu viðurkenningu:
Íslandsmeistari 55+með forgjöf
Ásbjörn Björgvinsson
Íslandsmeistari 70+
Viktor Ingi Sturlaugsson
Íslandsmeistari í holukeppni kvenna
Heiða Guðnadóttir
Íslandsmeistarar í sveitakeppni karla
Andri Már Guðmundsson
Aron Skúli Ingason
Björn Óskar Guðjónsson
Kristján Þór Einarsson
Kristófer Karl Karlsson
Ragnar Már Ríkharðsson
Stefán Þór Hallgrímsson
Theodór Emil Karlsson
Stigameistari Áskorendamótaraðar GSÍ - 14 ára og yngri
Sveinn Andri Sigurpálsson
Landslið karla
Kristján Þór Einarsson (Evrópumót karla)
Landslið kvenna
Heiða Guðnadóttir (Evrópumót kvenna)
Landslið pilta
Björn Óskar Guðjónsson (Evrópumót pilta)
Kristófer Karl Karlsson
Ragnar Már Ríkarðsson
Öldungalandslið kvenna
Rut Marsibil Héðinsdóttir
Kristín Sól Guðmundsóttir og Andri Már Guðmundsson
Óskum okkar fólki til hamingju með viðurkenningarnar
25.01.2016
Á morgun, þriðjudaginn 26. janúar, hefst púttmótaröð GM kvenna í vélaskemmunni á Blikastaðanesi. Kvennapúttið fer fram á þriðjudagskvöldum milli klukkan 19:30 og 21:30.
Alls verða 10 púttkvöld í vetur, 9 púttmót og 1 kvöld þar sem golfkennari kemur og fer yfir grunnatriðin í púttunum.
Mótsgjald fyrir alla púttmótaröðina (9 skipti) er 2.500 kr og innifalið í mótsgjaldi er kaffi og bakkelsi að loknu móti. Að lokum gilda 4 bestu mótin af 9 í heildarkeppninni.
Hvetjum allar áhugasamar GM konur að vera með frá byrjun og taka þátt í skemmtilegu kvennastarfi í frábærum félagsskap!
25.01.2016
Það var bæði púttað og leikið utandyra á vetrarmótaröð GM um helgina en alls mættu 36 keppendur til leiks. Loksins er völlurinn að verða leikhæfur á ný eftir langan frostakafla. Leiknar voru 14 holu utandyra og voru úrslitin þessi:
Höggleikur
1. Hans Óskar Isebarn 61 högg
2. Gunnar Árnason 61 högg
3. Jónas Heiðar Baldursson 63 högg
Punktakeppni
1. Kristinn V Sveinbjörnsson 31 punktur
2. Guðni Þórir Walderhaug 30 punktar
3-4. Bjarnþór Erlendsson 28 punktar
3-4.Þórhallur Kristvinsson 28 punktar
Í púttmótinu voru leiknar 4*9 holur þar sem tveir bestu hringirnir giltu. Úrslitin urðu eftirfarandi:
1. Jónas Heiðar Baldursson 24 pútt (eftir bráðabana)
2. Gunnar Árnason 24 pútt
3. Páll Ásmundsson 25 pútt
Næsta mót er áætlað næstkomandi laugardag, 30. janúar.
22.01.2016
Annað mót Liðapúttmótaraðar GM fór fram miðvikudaginn 20. janúar. Nokkur lið bættust í hópinn en alls eru 12 lið sem keppast um sigurinn. Skorin voru góð og ljóst að ekki verður gefin tomma eftir í baráttunni. Staðan að loknum tveimur mótum er því þessi:
Að lokum gilda svo 4 bestu mót hvers liðs af 6. Það liggur því fyrir að staðan getur breyst töluvert þegar liðin fara að henda út verstu hringjunum. Næsta mót fer fram miðvikudaginn 27. janúar og er enn möguleiki fyrir ný lið að bætast við.
21.01.2016
Mót nr. 16 á vetrarmótaröð GM 2015-2016 verður haldið laugardaginn 16. janúar. Húsið opnar klukkan 9:00 í vélaskemmunni á Hlíðavelli. Stefnt er að því að leika utandyra en áætlað er að leikur hefjist um klukkan 10:30. Hægt er að hita upp fyrir hringinn á púttflöttinni og í sláttusvæðinu í vélasalnum. Ef veður og aðstæður leyfa ekki spil utandyra verður sett upp púttmót innandyra.
Skráning í mótið fer fram á golf.is og er skráning eingöngu til þess að raða niður í ráshópa en allir verða ræstir út á sama tíma.
Veitingasala á Vetrarmótaröðinni er í höndum Foreldraráðs GM en salan er liður í fjáröflun barna og unglinga GM.
19.01.2016
Vegna landsleiks Íslands og Króatíu hefur Kvennanefnd GM ákveðið að fresta Kvennapúttinu sem fara átti fram í kvöld um viku. Fyrsta púttkvöldið verður því þriðjudagskvöldið 26. janúar milli klukkan 19:30 og 21:30.
Kvennapúttið fer fram á þriðjudagskvöldum milli klukkan 19:30 og 21:30 og fer fyrsta púttkvöldið fram þriðjudaginn 26. janúar
Alls verða 10 púttkvöld í vetur, 9 púttmót og 1 kvöld þar sem golfkennari kemur og fer yfir grunnatriðin í púttunum.
Mótsgjald fyrir alla púttmótaröðina (9 skipti) er 2.500 kr og innifalið í mótsgjaldi er kaffi og bakkelsi að loknu móti. Að lokum gilda 4 bestu mótin af 9 í heildarkeppninni.
Hvetjum allar áhugasamar GM konur að vera með frá byrjun og taka þátt í skemmtilegu kvennastarfi í frábærum félagsskap!