Liðapúttmótaröð GM er leikin á miðvikudögum, fram til 17. febrúar. Leikið verður í 3 manna liðum þar sem 2 bestu skor liðsins telja í hverju móti. Í hverju móti verða leiknar 36 holur (2*18 holur) og verður skor liðsins samanlagt skor tveggja bestu skora liðsins á hverjum 18 holum. 4 bestu mót hvers liðs af 6 telja og veitt verða verðlaun fyrir efstu 3 sætin.
Mótsgjald í Liðapúttmótaröð GM: 3.000 kr pr. lið (1.000 kr á mann)
Mótsgjald fyrir alla mótaröðina (6 skipti)
Skráning í Liðapúttmót GM fer fram með tölvupósti á netfangið golfmos@golfmos.is eða í vélaskemmunni á mótsdegi.