Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Golfæfingar Félagsmanna

Félagsmönnum GM verður boðið upp á möguleika á að æfa golf undir handleiðslu golfkennara GM. Í sumar fara æfingarnar fram við æfingasvæðið á Hlíðavelli og skrá kylfingar sig í einn mánuð í senn. Æfingarnar eru tilvaldar fyrir alla áhugasama kylfinga sem vilja taka golfið föstum tökum allt árið en æfingarnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar. Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum SportAbler og er hægt að smella á tengla hérna að neðan fyrir skráningu og til að sjá hvort laust sé í hóp. Einnig er hægt að skrá sig á biðlista fyrir fulla hópa en hámark fjölda í hvern hóp er 9 yfir sumarið.

Í boði eru eftirfarandi hópar:

Mánudagar

19:10 - 20:00 | Kvennahópur (Kennari Katrín Dögg Hilmarsdóttir) - Skráning hérna

20:10 - 21:00 | Kvennahópur (Kennari Katrín Dögg Hilmarsdóttir) - Skráning hérna

Þriðjudagar

19:10 - 20:00 | Forgjöf 12 og lægra (Kennari: Andri Ágústsson) - Skráning hérna

20:10 - 21:00 | Forgjöf 30 og hærra (Kennari: Andri Ágústsson) - Skráning hérna

Fimmtudagar

14:00 - 14:50 | 65+ kynlaus hópur 1 (Kennari Grétar Eiríksson) - Skráning hérna

15:00 - 15:50 | 65+ kynlaus hópur 2 (Kennari Grétar Eiríksson) - Skráning hérna

19:10 - 20:00 | (Kennari Katrín Dögg Hilmarsdóttir) - Skráning hérna

20:10 - 21:00 | Kvennahópur (Kennari Katrín Dögg Hilmarsdóttir) - Skráning hérna


ATH: Golfæfingar félagsmanna eru í sumarfríi í Ágúst


Júlí æfingahóparnir verða tvö skipti frá 10. - 20. júlí.

Þeir kylfingar sem eru skráðir á æfingar hafa forgang á skráningu á æfingar í næsta mánuði.

Alltaf er hægt að koma inn í miðjan mánuð og borga hlutfallslega fyrir þær æfingar sem eftir eru.

Ekki er hægt að fá endurgreitt tíma sem misst er úr en ef það er fyrirframvitað er hægt að borga hlutfallslega ef ekki er fullt í hóp.


Verð Júlí
Æfingar fyrir klukkan 16:00 - 7.900 kr á mánuði
Æfingar eftir klukkan 16:00 - 8.900 kr á mánuði