Mosfellsbær, Ísland

Sumarnámskeið barna

Golf og leikjanámskeið GM

Golfklúbbur Mosfellsbæjar mun bjóða upp á golf og leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára í sumar. Námskeiðin eru með nýju sniði en þau eru byggð upp á skemmtilegum leikjum bæði á golfvellinum og í hans nánasta umhverfi. Golfið verður aldrei langt undan en einnig verður námskeiðið brotið upp með skemmtilegri dagskrá!

Námskeiðin henta vel fyrir alla krakka, hvort sem þau hafa prófað golf áður eða ekki en innifalið í námskeiðinu er meðal annars:

Ekki er nauðsynlegt að eiga búnað til golfiðkunar – allt slíkt er á svæðinu. Krakkar þurf að taka með sér nesti fyrir hádegismat. Mikilvægt að vera alltaf klædd eftir veðri.

Grétar Eiríksson íþróttafræðingur og PGA golfkennaranemi hefur yfirumsjón með námskeiðunum en leiðbeinendur eru afrekskylfingar í GM með reynslu af kennslu á golfnámskeiðum.

Námskeiðin eru á eftirfarandi dagsetningum sumarið 2020


Júní

9. - 19. Júní (8 dagar) - Verð 28.000 kr


Júlí

6. - 10. júlí (5 dagar) - Verð 18.000 kr

13. - 16. júlí (4 dagar) - Verð 14.000 kr

27. - 31. júlí (5 dagar) - Verð 18.000 kr


Ágúst

10. - 13. ágúst (4 dagar) - Verð 14.000 kr


Námskeiðin eru kennd á milli klukkan 10:00 og 14:00 á daginn. Nemendur hafa tækifæri til þess að mæta klukkan 09:00 alla daga gegn auka gjaldi, 2.000 kr fyrir alla vikuna. Við skráningu er þá hakað við að óskað sé eftir þessari auka klukkustund.


Verð á námskeiðin er 18.000 kr (14.000 kr fyrir 4 daga námskeið) og innifalið í námskeiðsgjaldi er:

  • Golfhringur í Bakkakoti með grillveislu að loknum hring

  • Pokamerki á golfsettið

  • Félagsaðild hjá GM sumarið 2020 með leikheimild á Steinarsvelli og ótakmörkuðum aðgang að æfingasvæði GM á Hlíðavelli.

Systkinaafsláttur er 15%

Fyrir þau börn sem eru nú þegar félagsmenn í GM og fara á golfnámskeið er veittur 15% afsláttur

Námskeiðin eru opin fyrir börn fædd á árunum 2008-2013.

Komdu og vertu með á skemmtilegasta námskeiði sumarsins!

Nánari upplýsingar um námskeiðin er hægt að fá í tölvupósti á netfangið david@golfmos.is

Skráning á námskeiðin er í gegnum Nóra á slóðinni golfmos.felog.is

Skrá á Golfnámskeið barna árið 2020