Golfklúbbur Mosfellsbæjar býður upp á golf og leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára í sumar. Námskeiðin eru byggð upp á skemmtilegum leikjum bæði á golfvellinum og í hans nánasta umhverfi. Golfið verður aldrei langt undan en einnig verður námskeiðið brotið upp með skemmtilegri dagskrá!
Námskeiðin henta vel fyrir alla krakka, hvort sem þau hafa prófað golf áður eða ekki. Ekki er nauðsynlegt að eiga búnað til golfiðkunar – allt slíkt er á svæðinu. Krakkar þurf að taka með sér nesti en hádegismatur er innifalinn í námskeiðinu. Mikilvægt að vera alltaf klædd eftir veðri.
Dagur Ebenezersson íþróttastjóri GM (dagur@golfmos.is) er með yfirumsjón með námskeiðunum en leiðbeinendur eru afrekskylfingar í GM með reynslu af kennslu á golfnámskeiðum.
Námskeiðin eru á eftirfarandi dagsetningum sumarið 2025 (Skráning hefst 1. maí og eru skráningarlinkarnir ekki virkir fyrr en þá):
Júní
16. - 20. júní (4 dagar - ekki er námskeið 17. júní) (Skráning hér)
Júlí
7. - 11. júlí (5 dagar) (Skráning hér)
14. - 18. júlí (5 dagar) (Skráning hér)
28. - 8. ágúst (5 dagar) (Skráning hér)
Ágúst
11. - 14. ágúst (4 dagar) (Skráning hér)
Námskeiðin eru kennd á milli klukkan 8:15 og 12:15 á daginn. Klukkan 12:15 er boðið upp á hádegismat innifalið í námskeiðinu en klukkan 13:00 hefjast golfæfingar hjá æfingahópum GM og eru allir sem skráðir eru á golfnámskeið velkomnir að mæta á þær æfingar endurgjaldslaust. Eftir að námskeiði lýkur er iðkendum boðið að mæta frítt á golfæfingar út sumarið.
Golfæfingahóparnir sem um ræðir eru á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum:
13:00 - 14:00
- 10 ára og yngri kk
- 10 ára og yngri kvk
14:00 - 15:00
- 11-12 ára kk
- 11-12 ára kvk
Þeir sem vilja mæta á æfingu kl 14:00 geta fengið æfingabolta og æft sig sjálf á meðan. Einnig er aðstaða á neðri hæð íþróttamiðstöðvarinnar til að slappa af eða æfa sig í golfi.
Verð á námskeiðin er 19.900 kr (15.900 kr fyrir 4 daga námskeið) og innifalið í námskeiðsgjaldi er:
Grillveislu í lok námskeiðs
GM buff
Æfingaboltar á æfingasvæði GM við Hlíðavöll
Æfingagjöld út sumarið 2025 (Skráning á golfæfingar hjá GM)
Námskeiðin eru opin fyrir börn fædd á árunum 2013-2019. Í SportAbler er skráður 15% systkinaafsláttur í þessum námskeiðum.
Komdu og vertu með á skemmtilegasta námskeiði sumarsins!
Nánari upplýsingar um námskeiðin er hægt að fá í tölvupósti á netfangið dagur@golfmos.is
Listi yfir námskeiðin í Sportabler eru á slóðinni https://www.sportabler.com/shop/golfmos en skráning hefst 1. maí og eru þau ekki sýnileg fyrr en þá.