25.01.2016
Það var bæði púttað og leikið utandyra á vetrarmótaröð GM um helgina en alls mættu 36 keppendur til leiks. Loksins er völlurinn að verða leikhæfur á ný eftir langan frostakafla. Leiknar voru 14 holu utandyra og voru úrslitin þessi:
Höggleikur
1. Hans Óskar Isebarn 61 högg
2. Gunnar Árnason 61 högg
3. Jónas Heiðar Baldursson 63 högg
Punktakeppni
1. Kristinn V Sveinbjörnsson 31 punktur
2. Guðni Þórir Walderhaug 30 punktar
3-4. Bjarnþór Erlendsson 28 punktar
3-4.Þórhallur Kristvinsson 28 punktar
Í púttmótinu voru leiknar 4*9 holur þar sem tveir bestu hringirnir giltu. Úrslitin urðu eftirfarandi:
1. Jónas Heiðar Baldursson 24 pútt (eftir bráðabana)
2. Gunnar Árnason 24 pútt
3. Páll Ásmundsson 25 pútt
Næsta mót er áætlað næstkomandi laugardag, 30. janúar.