Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Golfæfingar hjá GM

Hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar er rekið afar metnaðarfullt barna- unglinga og afreksstarf. Fyrir börn, unglinga og ungmenni á aldrinum 6-25 ára eru æfingar í boði um 11 mánuði ársins. Einnig heldur GM úti starfi fyrir meistaraflokkskylfinga og eldri kylfinga.

Þjálfarateymi GM:
Andri Ágústsson PGA golfkennaranemi
Dagur Ebenezersson PGA golfkennari
Grétar Eiríksson PGA golfkennari
Katrín Dögg Hilmarsdóttir PGA golfkennaranemi
Nick Carlson Atvinnumaður í golfi

Æfingar skiptast í tvö tímabil, sumar og vetraræfingar. Sumaræfingar eru frá skólalokum og gilda út aðra vikuna í október. Vetraræfingar hefjast 11. nóvember hjá öllum iðkendum nema Meistaraflokkum en þeir byrja 18. nóvember og gilda til 8. júní.

Skráning á æfingar og æfingatímar

Vetraræfingar hefjast 11. nóvember 2024 og eru til 8. júní 2025


Skráning á vetraræfingar er í gegnum SportAbler í hlekk við hliðina á hverjum flokk hér fyrir neðan.

Ef æfingatímar skarast á við aðrar íþróttir eða tómstundir skal hafa samband við þjálfara um að fá að æfa með öðrum hóp.
Við reynum að sýna skilning og bjóðum því upp á sveigjanleika.
Einnig bjóðum við upp á spilakennslu og einkatíma fyrir okkar iðkendur utan skipulagðra æfingatíma að kostnaðarlausu eftir þörf.

Viðburðir fyrir alla æfingahópa:

Golffræðsla verður annan hvern mánudag kl 18:00 - 19:00 í salnum á neðri hæð Kletts og annan hvern föstudag verður partígolf á föstudögum frá 16:00 - 18:00. Þessir viðburðir verða alltaf auglýstir í Abler appinu.

Golffræðsla vetur 2024/2025 er nýjung hjá afreksstarfi GM og mun innihalda heimsóknir, fyrirlestra, kennslu um golftækni, kennslu á trackman herma, kennslu á æfingabúnað, hugarþjálfun, næringarráðgjöf og fleira. Allir æfingahópar eru velkomnir í golffræðslu.


Æfingatímar fyrir hvern flokk fyrir sig:

KK 10 ára og yngri (2015 - 2019) Skráning
Mánudagar: 15:00 - 16:00
Fimmtudagar: 16:00 - 17:00

KVK 10 ára og yngri (2015 - 2019) Skráning
Þriðjudagar: 14:45 - 15:45
Fimmtudagar: 17:00 - 18:00

KK 11-12 ára (2013 - 2014) Skráning
Mánudagar: 17:00 - 18:00
Miðvikudagar: 17:00 - 18:00

KVK 11-12 ára (2013 - 2014) Skráning
Mánudagar: 18:00 - 19:00
Fimmtudagar: 15:00 - 16:00

KK 13-14 ára (2011 - 2012) Skráning
Miðvikudagar: 18:00 - 19:00
Fimmtudagar: 15:00 - 16:00

Styrktarþjálfun kylfinga í Eldingu
Þriðjudagar: 19:00 - 20:00
Fimmtudagar: 20:00 - 21:00
Sunnudagar: 10:00 - 11:00

KVK 13-14 ára (2011 - 2012) Skráning
Mánudagar: 16:00 - 17:00
Miðvikudagar: 19:00 - 20:00

Styrktarþjálfun kylfinga í Eldingu
Þriðjudagar: 19:00 - 20:00
Fimmtudagar: 20:00 - 21:00
Sunnudagar: 10:00 - 11:00

KK 15-16 ára (2009 - 2010) Skráning
Þriðjudagar: 15:45 - 16:45
Miðvikudagar: 16:00 - 17:00

Styrktarþjálfun kylfinga í Eldingu
Þriðjudagar: 19:00 - 20:00
Fimmtudagar: 20:00 - 21:00
Sunnudagar: 10:00 - 11:00

KVK 15-17 ára (2008 - 2010) Skráning
Mánudagar: 19:00 - 20:00
Miðvikudagar: 19:00 - 20:00

Styrktarþjálfun kylfinga í Eldingu
Þriðjudagar: 19:00 - 20:00
Fimmtudagar: 20:00 - 21:00
Sunnudagar: 10:00 - 11:00

17-25 ára (2000 - 2008) Skráning
Miðvikudagar: 20:00 - 21:00
Fimmtudagar: 20:00 - 21:00

Styrktarþjálfun kylfinga í Eldingu
Þriðjudagar: 19:00 - 20:00
Fimmtudagar: 21:00 - 22:00
Sunnudagar: 10:00 - 11:00

Meistaraflokkar
Mánudagar: 06:15 - 07:15
Þriðjudagar:
MFL A: 16:45 - 17:45
MFL B: 17:45 - 18:45
Fimmtudagar:
MFL KK: 18:00 - 19:00
MFL KVK: 19:00 - 20:00

Styrktarþjálfun kylfinga í Eldingu
Þriðjudagar: 20:00 - 21:00
Fimmtudagar: 21:00 - 22:00
Sunnudagar: 11:00 - 12:00


Æfingaferð GM vor 2025 til Morgado 5. - 12. apríl

Upplýsingar um ferðina má finna hér

Æfingahópur GM á Morgado vor 2024


Allir iðkendur á sumaræfingum þurfa einnig að vera félagsmenn í Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Hægt er að ganga frá skráningu í GM með því að smella hérna.

Fylla þarf því út tvö skráningarform, eitt fyrir æfingar og eitt fyrir félagsaðild hjá GM. Ef iðkandi er nú þegar félagsmaður er skráning á æfingar nægjanleg.

Ef það eru einhverjar fyrirspurnir eða spurningar þá svarar Dagur Ebenezersson íþróttastjóri GM þeim í tölvupósti á netfangið dagur@golfmos.is.

Við hjá GM notum forritið SportAbler í utanumhaldi um æfingar. Hérna eru leiðbeiningar um nýskráningu í SportAbler:

Nýskráning í SportAbler


50+ (vetur 2023/2024)

Golfklúbbur Mosfellsbæjar heldur úti afreksstarfi fyrir eldri kylfinga klúbbsins. Aðgang að golfæfingum eldri kylfinga hafa þeir kylfingar sem hafa náð eftirfarandi forgjafarviðmiðum sem og 50 ára aldri (Fæðingarár gildir - 1974 og fyrr).

Konur: Forgjöf 20.0 og lægra
Karlar: Forgjöf 9.0 og lægra

Allir kylfingar sem taka þátt í æfingum gefa með því kost á sér í keppnissveitir GM í Íslandsmóti golfklúbba í flokki eldri kylfinga.

Æfingarnar fara fram í Íþróttamiðstöð GM við Hlíðavöll. Æfingarnar fara fram aðra hverja viku á föstudögum 14:00 - 15:00 og hina vikuna á móti á miðvikudögum 20:30 - 21:30. Karlar byrja á miðvikudeginum 24. janúar og konurnar föstudeginum 26. janúar en vetraræfingarnar standa út fyrstu vikuna í júní.

Konur 50+ - Skráning hérna
Karlar 50+ - Skráning hérna


Smelltu hér fyrir upplýsingar um afreksstarf GM 50+ og 65+


Vetrarmótaskrá 2024/2025 kylfinga sem æfa hjá GM

Íslenska mótaröðin í TrackMan

Á veturnar er mótaröð í TrackMan þar sem markmiðið er m.a. að fjölga keppnistækifærum fyrir íslenska kylfinga yfir vetrartímann.

Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur vetrartímabili 2024/2025


Sumarmótaskrá 2024 kylfinga sem æfa hjá GM

Golf14

Golf14 er viðburðarmótaröð ætluð kylfingum 14 ára og yngri. Mótaröðin er ætluð þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppnisgolfi en einnig þeim sem hafa meiri reynslu af keppni.

Mótaskrá GM kylfings á Golf14

Unglingamótaröðin

Unglingamótaröðin er mótarröð kylfinga 15-18 ára á Íslandi.

Mótaskrá GM kylfings á Unglingamótaröðinni

Mótaröð GSÍ

Mótaröð GSÍ er sterkasta mótaröð Íslands og er keppt í karla- og kvennaflokki.

Mótaskrá GM kylfings á Mótaröð GSÍ


Mótaskrá GSÍ 2024 í heild sinni má finna hér