Til þess að auka ánægju sína af því að leika golf er besta leiðin að fara í golfkennslu og fá leiðbeiningar hjá sérfróðum golfkennurum. Golfkennarinn getur hjálpað með sveifluna sjálfa en auk þess leiðbeint hvernig á að bera sig að á vellinum o.s.frv. Mikill metnaður hefur verið settur í golfkennslu fyrir félagsmenn GM og er markmiðið að bjóða félagsmönnum upp á góða og fjölbreytta golfkennslu.
Hægt er að bóka tíma hjá golfkennurum GM en allar upplýsingar um þá má finna hérna neðar á síðunni.
Golfkennarar GM bjóða upp á einkatíma. Einnig er hægt að fá einkatíma hjá golfkennara í pörum eða jafnvel fleiri saman. Allar upplýsingar um golfkennara GM eru hérna fyrir neðan og eru tímarnir bókaðir beint hjá golfkennurunum.
Hægt er að bóka tíma á Noona appinu eða með því að smella HÉR.
Spilakennsla með þjálfara er nýjung hjá GM en þetta gefur fólki einstakt tækifæri til að bæta golfleikinn sinn og þá ekki bara tæknilegt heldur líka ákvarðanatöku, vanaferli, leikskipulag og fleira.
Gert er ráð fyrir 4 klukkustundum í þennan tíma sem er uppbyggður á eftirfarandi hátt:
- 3 kylfingar saman í hóp
- Byrjað á 45 mínútna hóptíma á æfingasvæði fyrir hring
- Leiknar 9 holur á Hlíðavelli (þjálfari labbar með og gefur ráð)
- Eftir hringinn er um 20 - 30 mínútna spjall í skála eða aftur kíkt á æfingasvæði (eftir þörf leikmanna)
Lágmarksfjöldi í þennan viðburð er 2.
Mæting kl 9:00 á æfingasvæði Hlíðavallar og er gert ráð fyrir að prógrammi ljúki í síðasta lagi kl 13:00.
Katrín Dögg Hilmarsdóttir og Andri Ágústsson PGA golfkennaranemar kenna tímana.
Fyrstu dagsetningar eru mánudagana og miðvikudagana:
11.,13., 18., 20., 25. og 27. sept - Skráning hér
Í þemanámskeiðunum verður boðið upp á námskeið í hinum ýmsu þáttum golfleiksins.
- Glompunámskeið 12. sept (þriðjudagur)
- Drævnámskeið 14. sept (fimmtudagur)
- Vippnámskeið 19. sept (þriðjudagur)
- Púttnámskeið 21. sept (fimmtudagur)
Þessir tímar fara fram við æfingasvæði Hlíðavallar og er hámarksfjöldi í hvert námskeið 6 manns. Hvert námskeið er 50 mínútur og er milli 19:10 - 20:00
Golfkennarar eru Katrín Dögg Hilmarsdóttir og Andri Ágústsson.
Félagsmönnum GM verður boðið upp á möguleika á að æfa golf undir handleiðslu golfkennara GM allt árið. Æfingarnar fara fram í Íþróttamiðstöð GM á Hlíðavelli og skrá kylfingar sig í einn mánuð í senn.
Smelltu hér til að skoða golfæfingar félagsmanna
Sérstakar æfingar fyrir félagsmenn GM sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfi. Æfingarnar eru kylfingum að kostnaðarlausu og fara fram alla þriðjudaga í júní og júlí milli 20:00 - 21:00. Mætinga á æfingarnar er við boltavél á æfingasvæði og er Victor Viktorsson PGA golfkennari með tímana. Ekki er tími 4. júlí vegna Meistaramóts.