14.11.2024
Heiða Rakel Rafnsdóttir, afrekskylfingur úr GM mun spila fyrir Grand Valley State háskólann.
14.11.2024
Aðalfundur GM verður haldinn mánudaginn 2. desember næstkomandi
12.11.2024
Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar verður haldinn mánudaginn 2. desember 2024.
04.11.2024
Nick Carlson, atvinnukylfingur í GM komst í gegnum annað stigið í úrtökumóti fyrir DP World Tour eða Evrópumótaröðina.
11.10.2024
Vel heppnuð uppskeruhátíð fór fram í gær, fimmtudaginn 10. október. fyrir golfsumarið 2024. Rúmlega 60 iðkendur mættu í Klett og var keppt í 5 greinum, púttkeppni, closest-to-the-pin stöðvum í 3 Trackman hermum og golf Kahoot og veitt voru verðlaun fyrir þessar greinar. Farið var yfir breytingar og beturumbætur í íþróttastarfi GM sem hefjast nú í vetur og æfingaferð vor 2025 kynnt. Því næst var boðið upp á pizzahlaðborð sem endaði með verðlaunaafhendingu fyrir Prósjoppumótaröðina og viðurkenningar GM.
07.10.2024
Íslandsmeistaralið Golfklúbbs Mosfellsbæjar lék á Evrópumóti golfklúbba í kvennaflokki í síðustu viku og enduðu þær í 10. sæti.
07.10.2024
HM stúlkna fór fram í Kanada í síðustu viku og var keppnisfyrirkomulagið er höggleikur þar sem leiknar voru 72 holur, 18 holur á dag. Tvö bestu skorin í hverri umferð töldu í liðakeppninni en einnig er keppt í einstaklingskeppni. Þetta er í annað sinn sem Íslands fær boð um að taka þátt á þessu móti.
10.09.2024
Lokamótið á unglingamótaröðinni fór fram á Korpu um helgina og átti Golfklúbbur Mosfellsbæjar þrjá sigurvegara í stúlknaflokkum.