Biðlisti er í Golfklúbb Mosfellsbæjar og raðast umsóknir sjálfkrafa þar inn.
Hvort sem þú ert byrjandi í golfi eða þrautreyndur kylfingur þá bjóðum við þig velkominn í GM. Við gerum okkar besta við að reyna að vera skemmtilegasti klúbbur landsins og erum ávallt tilbúin að gera allt sem við getum fyrir félagsmenn. Hjá okkur eru félagsmenn í fyrirrúmi og félagsstarfið er þungamiðjan í líflegum golfklúbbi.
Ég hef kynnt mér lög og reglur Golfklúbbs Mosfellsbæjar og samþykki að gangast undir þau ef inntökubeiðni mín verður samþykkt. Einnig samþykkir ég að kynna mér almennar golfreglur og golfsiði og hegða mér á golfvöllum klúbbsins í samræmi við slíkar reglur og siði.
Verði inntökubeiðni mín samþykkt skuldbind ég mig til að greiða félagsgjöld eins og þau er á hverju ári samkvæmt skilmálum og kjörum sem Golfklúbbur Mosfellsbæjar setur. Árgjöld GM miðast ávallt við almannaksárið, þ.e. 1. janúar til og með 31. desember.
Það er ljóst að allir eru einhvern tímann nýliðar í golfi. Það er engin fyrirstaða að byrja þó að þú hafa aldrei snert golfkylfu. Við tökum vel á móti nýliðum. Sérstakar nýliðaæfingar eru í hverri viku á sumrin þar sem reyndur leiðbeinandi fer með kylfingum í gegnum undirstöður golfsins og gefur góðar ráðleggingar. Aðgengi að kennurum okkar er afar gott og þeir kylfingar sem hafa mikinn áhuga á að bæta sig og ná upp færni geta leitað til þeirra varðandi hjálp.
Bakkakot í Mosfellsdal er umlukið yndislegri náttúru dalsins og þar kemst maður sannarlega út úr ys og þys borgarinnar. Völlurinn er 9 holur og eru þær aðgengilegar og þægilegar fyrir alla fjölskylduna þó erfitt geti reynst að skora hann vel nema finna sig vel í sveiflunni.
Félagsmenn í GM geta dreift greiðslum á allt að 10 mánuði annaðhvort með dreifingu á greiðslukort eða með greiðsluseðlum í heimabanka.