Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Kvennastarf

Hjá GM er öflugt kvennastarf og hvetjum við allar konur til að taka þátt í því. Flesta þriðjudaga sumarsins spilum við saman, ýmist í Bakkakoti eða á Hlíðavelli. Rástímarnir eru á milli klukkan 17:00 og 18:30 fyrri hluta sumars og milli klukkan 17:00 og 18:00 seinni hluta sumars.

Klúbburinn veitir verðlaun til þeirrar konu sem spilar með flestum í þriðjudagsgolfinu. Því hvetjum við ykkur til að rótera spilafélögum og kynnast þannig sem flestum konum í klúbbnum.

Við erum með fuglatré á báðum stöðum og hvetjum ykkur til að skrá fuglana ykkar á þau, í haust krýnum við svo fugladrottningu, fuglaprinsessu og fuglagreifynju og drögum einnig vinningshafa úr öllum fuglunum.

Við erum í mjög góðu samstarfi við Blik en gaman er að setjast saman sem oftast eftir hring á báðum völlum.

Hér fyrir neðan eru drög að dagskrá sumarsins. Athugið að viðbúið er að einhverjir viðburðir færist til en við munum alltaf auglýsa hvern viðburð á Facebook síðunni okkar, GM konur, tímanlega.


Munið að taka frá laugardaginn 7. september fyrir haustferðina okkar frábæru.


GM konur - sumarið 2024 - Dagskrá


14. maí Bakkakot - spil

21. maí Bakkakot - púttmót

28. maí Hlíðavöllur - spil


4. júní - vinkvennamót á Akranesi

11. júní Bakkakot - spil

18. júní vinkvennamót á Hlíðavelli

25. júní - Bakkakot - spil


2. júlí MEISTARAMÓT GM

9. júlí - Bakkakot - spil texas, pilsa og hattamót.

16. júlí Hlíðavöllur - spil

23. júlí Bakkakot - spil

30. júlí Bakkakot - spottamót


6. ágúst - Hlíðavöllur - spil

13. ágúst Bakkakot - spil

20. ágúst Bakkakot - Hefnd Nefndarinnar/mót

27. ágúst Hlíðavöllur – spil


7. september Haustferð GM kvenna - Hvaleyrarvöll í Hafnarfirði

Verðlaunaafhending og matur á Blik


Bestu kveðjur,

Kvennanefnd GM

Kolbrún Klara Gísladóttir

Kolbrún Ýr Árnadóttir

Rakel Lind Ragnarsdóttir

Rakel Ýr Guðmundsdóttir

Þóra Hermannsdóttir Passauer