Golfklúbbur Mosfellsbæjar heldur úti afreksstarfi fyrir eldri kylfinga klúbbsins. Aðgang að golfæfingum eldri kylfinga hafa þeir kylfingar sem hafa náð eftirfarandi forgjafarviðmiðum sem og 50 ára aldri (Fæðingarár gildir - 1973 og fyrr).
Konur: Forgjöf 20.0 og lægra
Karlar: Forgjöf 9.0 og lægra
Allir kylfingar sem taka þátt í æfingum gefa með því kost á sér í keppnissveitir GM í Íslandsmóti golfklúbba í flokki eldri kylfinga.
Æfingarnar fara fram í Íþróttamiðstöð GM við Hlíðavöll. Æfingarnar fara fram á eftirfarandi tímum:
Fimmtudagar 18:00 - 19:00 Konur 50+ - Skráning hérna
Fimmtudagar 19:00 - 20:00 Karlar 50+ - Skráning hérna
Þjálfari: Grétar Eiríksson PGA golfkennari
Í hverru sveit eru allt að 9 karlar og 9 konur sem munu leika fyrir merki GM í Íslandsmóti liða 50+.
6 kylfingar af 9 komast sjálfkrafa inn af meðalskori og 3 eru valdir af öldunganefnd, þjálfara og íþróttastjóra.
Leikið um 6 sæti hjá kvk og 6 sæti hjá kk (án forgjafar):
VITA mótaröð - 3 bestu 18-holu skorin
LEK mót - 2 bestu 18-holu skorin (Smelltu hér fyrir LEK dagskrá 2023)
Íslandsmót eldri kylfinga - 3 18-holu skor
Stigamótaröð GSÍ og Íslandsmót í höggleik - 4 bestu 18 holu skorin
Meistaramót - 3 bestu 18 holu skorin ef leiknar 72 holur, 2 bestu 18 holu skorin ef leiknar 54 holur (lakasta skor gildir ekki óháð flokk) (betra mótið gildir ef leikið er í 2 mismunandi flokkum)
Til að vera gjaldgeng/ur til að vera valin/n í leikin sæti þarf að skila a.m.k. 7 hringjum til meðaltals. Ef leiknir eru fleiri en 7 hringir til viðmiðunar gilda lægstu 7 í meðaltalið.
Lokadagsetning 8. ágúst er síðasta viðmiðunarmót.
Ef val stendur á milli tveggja/þriggja má liðsstjóri bjóða til umspils um sætin.
Leiki kvenkylfingur af meistaraflokksteigum (bláum/gulum) dragast 3 högg frá heildarskori.
Leiki karlkylfingur af meistaraflokksteigum (hvítum/svörtum) dragast 2 högg frá heildarskori.