Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Innanfélagsmót

Golfklúbbur Mosfellsbæjar stendur fyrir kraftmiklu innanfélagsstarfi fyrir alla félagsmenn, unga sem aldna. Við höldum skemmtileg mót allt sumarið og leggjum mikið upp út fjölbreyttum og góðum innanfélagsmótum.

GM mótaröðin

GM mótaröðin er leikin á Hlíðavelli. Mótið hefst í maí og líkur í september og er ætlunin að sameina alla félagsmenn í einni mótaröð. Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni með forgjöf og er hæst gefin 36 í forgjöf hjá konum og 32 hjá körlum.


VÍKING deildin

VÍKING deildin er eitt skemmtilegasta mót sem Golfklúbbur Mosfellsbæjar stendur fyrir. Um er að ræða liðakeppni með forgjöf þar sem keppt er með svipuðu fyrirkomulagi og í sveitakeppni GSÍ. Allt að 6 leikmenn skipa hvert lið en 4 leikmenn leika í hverri umferð. Í hverri umferð er leikinn 1 fjórmenningsleikir og 2 tvímenningsleikir.


Titleist holukeppnin

Meistaramót GM í holukeppni, Titleist holukeppnin, hefur farið ört vaxandi á undanförnum árum. Titleist holukeppnin fór fyrst fram sumarið 2015, en keppt var í bæði karla og kvennaflokki og hefur það verið þannig síðan. Undankeppni Titleist holukeppnarinnar stendur yfir í heila viku í maí á hverju sumri. Í undankeppninni er leikin 18 holu punktakeppni með forgjöf. Að undankeppni lokinni er skorið niður og hefst þá hin eiginlega holukeppni. Titleist holukeppnin er frábær leið til að kynnast nýju fólki sem og til að skora á sjálfan sig að fara út fyrir þægindarammann og keppa í einvígi við annan kylfing. Titleist holukeppnin er ávallt mjög vinsæl enda skemmtilegt og spennandi mót þar sem allir eiga möguleika þar sem leikin er holukeppni með forgjöf.

Hjóna og parakeppnin

Hjóna og parakeppnin hefur verið eitt vinsælasta innanfélagsmótið hjá GM undanfarin ár. Leikið er með Greensome fyrirkomulagi þar sem hjón eða pör leika saman í liði.