Vestmannaeyjavöllur er vinavöllur GM golfsumarið 2016. Að spila golf í Vestmannaeyjum er eitthvað sem allir kylfingar þurfa að prófa. Umhverfi vallarins er einstakt og er stórbrotin náttúra allt í kring með hafið og kletta umhverfis völlinn. Það verður enginn svikin af heimsókn til Eyjamanna enda höfðingjar heim að sækja.

Félagsmenn GM geta leikið í Vestmannaeyjum í sumar með 50% afslætti á vallargjaldi. Við hvetjum alla félagsmenn til þess að skella sér í ferðalag til Eyja í sumar og upplifa að leika á Vestmannaeyjavelli.

Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á vinavallasamninga fyrir árið 2016 og verða fleiri vinavellir kynntir á næstu dögum.