Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

HAGAVÖLLUR ER VINAVÖLLUR GM 2016

09.03.2016
HAGAVÖLLUR ER VINAVÖLLUR GM 2016

Hagavöllur er vinavöllur GM golfsumarið 2016. Hagavöllur á Seyðisfirði er 9 holu golfvöllur og er hannaður af Hannesi Þorsteinssyni. Hagavöllur liggur undir bröttum hlíðum Bjólfsins í fallegu umhverfi þar sem Fjarðaráin, fjöllinn, fjörðurinn og bærinn blasir við. 

Félagsmenn GM geta leikið á Hagavelli sumarið 2016 með 50% afslætti af vallargjaldi. Við hvetjum alla félagsmenn sem verða á ferð um Austurland að heimsækja Hagavöll á Seyðisfirði.

Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á vinavallasamninga fyrir árið 2016 og verða fleiri vinavellir kynntir á næstu dögum.