Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Pétur Valgarðsson í golfkennarateymi GM

30.01.2025
Pétur Valgarðsson í golfkennarateymi GM

Pétur Valgarðsson golfkennaranemi býður nú upp á golfkennslu í Golfklúbbi Mosfellsbæjar og er hægt að bóka tíma á Noona. Pétur starfar sem flugstjóri hjá Icelandair en hefur samhliða stundað nám í PGA skólanum og útskrifast nú í vor samhliða Andra Ágústssyni og Katrínu Dögg Hilmarsdóttur sem golfkennari. Félagsmenn GM kannast eflaust við Pétur þar sem hann starfaði fyrir klúbbinn í COVID og hlökkum við til að fá hann aftur í teymið.

Alls eru 5 starfandi golfkennarar og golfkennaranemar sem hægt er að bóka golfkennslu hjá í formi einkatíma í gegnum Noona:

https://noona.is/golfmos
og í Noona Appinu


Einnig minnum við á Golfæfingar Félagsmanna sem eru í fullum gangi og eru enn nokkur laus pláss:

https://www.golfmos.is/Golfkennsla/Golfaefingar-Fe...