Mosfellsbær, Ísland
Föstudagur 3°C - 2 m/s

Fréttir

1. MAÍ MÓT GM OG ECCO

1. MAÍ MÓT GM OG ECCO

22.03.2018

1 maí mót GM og Ecco fer fram á Hlíðavelli þriðjudaginn 1. maí. Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni með forgjöf en glæsilegir vinningar frá Ecco eru í verðlaun.

METÞÁTTTAKA Á PÁSKABINGÓI GM

METÞÁTTTAKA Á PÁSKABINGÓI GM

20.03.2018

Páskabingó GM fór fram í íþróttamiðstöðinni Kletti þriðjudaginn 19. mars. Bingóið var opið öllum, en um 150 börn og fullorðnir mættu og tóku þátt í fjörinu og frábærri stemningu. Í verðlaun voru glæsileg páskaegg frá Nóa Síríus sem slógu í gegn hjá sigurvegurunum.

Boðið var upp á pizzahlaðborð öllum til mikillar ánægju.

Óhætt er að segja að mætingin var framar okkar björtustu vonum, en í ár mættu þrefalt fleiri en í fyrra.

Við þökkum frábærar viðtökur og hlökkum til að endurtaka leikinn að ári!

MEISTARAMÓT GM 2018 - SKRÁNING HAFIN!

MEISTARAMÓT GM 2018 - SKRÁNING HAFIN!

28.02.2018

Nú þegar vallarsvæði GM eru að skríða úr vetrarbúningi ætlum við að hefja skráningu í Meistaramót GM árið 2018. Eins og flestir félagsmenn vita þá er Meistaramótið stærsta og skemmtilegasta mót ársins og eitthvað sem enginn félagsmaður má láta fram hjá sér fara.

GUNNAR HLAUT FÉLAGSMÁLASKJÖLD UMSK

GUNNAR HLAUT FÉLAGSMÁLASKJÖLD UMSK

15.02.2018

94. ársþing UMSK var haldið 13. febrúar hefð samkvæmt. Veittar voru ýmsar viðurkenningar, bæði fyrir íþróttir og störf innan hreifingarinnar. 1. apríl 2016 var tekin fyrsta skóflustunga að íþróttamiðstöð Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Um 14 mánuðum síðar eða um miðjan júní 2017 var húsnæðið tekið í notkun. Það má segja að hér hafi verið unnið þrekvirki sem margir félagsmenn GM komu að. Að öllum öðrum ólöstuðum má með sanni segja, að Gunnar Ingi Björnsson framkvæmdarstjóri GM, hafi leitt verkið og haldið því gangandi með eljusemi og óþrjótandi vilja og krafti. Gunnar á allan heiður skilið.

BJÖRN ÓSKAR Á GÓÐU RÓLI Í HÁSKÓLAMÓTI

BJÖRN ÓSKAR Á GÓÐU RÓLI Í HÁSKÓLAMÓTI

13.02.2018

Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr GM er við keppni í Alabama í Bandaríkjunum. Björn Óskar leikur fyrir hönd University of Lafayette, en mótið er fyrsta háskólamótið á nýju ári. Björn lék vel í gær, en hann er sem stendur jafn í 10. sæti eftir 36 holur þegar einn hringur er eftir.

MEISTARAMÓTIÐ HÁPUNKTUR SUMARSINS

MEISTARAMÓTIÐ HÁPUNKTUR SUMARSINS

08.01.2018

Björn Óskar Guðjónsson er einn besti kylfingur Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Björn Óskar háði æsispennandi einvígi við Kristján Þór Einarsson í Meistaramótinu, sem endaði með því að Kristján setti ofan í hátt í 20 metra langt pútt fyrir sigri. Björn lauk leik á átta höggum undir pari. Hann var í kjölfarið valinn kylfingur ársins hér í GM og því spurðum við hann spjörunum úr.

FRÁBÆR HRINGUR HJÁ KRISTÓFER Á SPÁNI

FRÁBÆR HRINGUR HJÁ KRISTÓFER Á SPÁNI

04.01.2018

Kristófer Karl Karlsson, afrekskylfingur úr GM leikur á sterku unglingamóti á Spáni. Mótið er 54 holur, en Kristófer hóf leik í gær á Lauro Golf vellinum og lék á 82 höggum (+10). Mótið er huti af finnskri unglingamótaröð. Þá var hann í 37. sæti eftir fyrsta hringinn, en lék frábærlega í dag og lauk leik á 5 höggum undir pari og bætti sig því um 15 högg á milli hringja.

MAÐURINN Á BAKVIÐ MYNDAVÉLINA

MAÐURINN Á BAKVIÐ MYNDAVÉLINA

03.01.2018

Sigurður Geirsson, eða Siggi Geirs, eins og hann er jafnan kallaður er flestum félagsmönnum GM vel kunnugur. Hann er einn af þessum mönnum sem eru alltaf boðnir og búnir, ávallt viðbúinn eins og sannur skáti. En hver er maðurinn Sigurður Geirsson?

RAGNAR MÁR Í 12. SÆTI Í FLÓRÍDA

RAGNAR MÁR Í 12. SÆTI Í FLÓRÍDA

02.01.2018

Ragnar Már Ríkharðsson lék á unglingamóti í Flórída dagana 28.-30. desember, American Junior, en það er hluti af World Junior Golf Series mótaröðinni.

ÚRSLIT ÚR GAMLÁRSMÓTI GM

ÚRSLIT ÚR GAMLÁRSMÓTI GM

02.01.2018

Gamlársmót GM fór fram 30. desember síðastliðinn, en mótið er hluti af vetrarmótaröðinni. Alls voru 31 kylfingar sem tóku þátt, en keppt var í pútti og í OPTISHOT 2 golfhermi. Í herminum var keppt um að vera næstur holu á TPC Sawgrass vellinum eftir 1 högg á 17. braut, en kylfingar fengu 3 æfingahögg og 3 tilraunir.