Mosfellsbær, Ísland
Þriðjudagur 11°C - 2 m/s

Fréttir

ÚRSLIT ÚR

ÚRSLIT ÚR "THE OPEN" SKEMMTIMÓTI GM

24.07.2017

"The Open" - Skemmtimót GM fór fram í gær sunnudaginn 23. júlí. Veðuraðstæður voru sæmilegar þrátt fyrir nokkurn vind og létu 42 félagsmenn sjá sig og horfðu einnig á lokasprettinn á opna breska með okkur upp í skála. Leikfyrirkomulag mótsins var höggleikur með forgjöf og var það Andrea Jónsdóttir sem spilaði á 69 höggum nettó og stóð uppi sem sigurvegari. Einnig voru tveir aukaleikir í gangi og eru helstu úrslit hér að neðan.

ALMENN KENNSLA OG NÝLIÐAKENNSLA FELLUR NIÐUR Í DAG

ALMENN KENNSLA OG NÝLIÐAKENNSLA FELLUR NIÐUR Í DAG

18.07.2017

Vegna veðurs neyðumst við til þess að fela niður nýliða- og almenna kennslu í dag.
Við mætum fersk til leiks á næstu æfingu!

KOMDU Í GOLF OG HORFÐU Á OPNA BRESKA MEÐ OKKUR

KOMDU Í GOLF OG HORFÐU Á OPNA BRESKA MEÐ OKKUR

18.07.2017

Sunnudaginn 23. júlí verður haldið innanfélagsmót hjá okkur á Hlíðavelli. Mótið er höggleikur með forgjöf og ræsum við út frá 8-12. Því það er nú Opna breska helgi þá viljum við tvinna mótið okkar aðeins saman við Opna breska og velja keppendur sér kylfing, svo að móti loknu verður samanlagt skor kylfings og félagsmanns lagt saman og eru veitt aukaverðlaun fyrir lægsta samanlagða skorið.

ÚRSLIT ÚR FM OPEN

ÚRSLIT ÚR FM OPEN

15.07.2017

Hið árlega FM Open var haldið í dag. Kylfingar fengu að finna fyrir nánast öllum veðráttum sem er hægt að bjóða og stóðu þeir sig með stakri prýði. Mikið af fínum skorum komu í hús í dag og var mjög mikil spenna í efstu þremur sætunum þar sem þurfti að fara eftir punktafjölda á síðustu þremur holunum til að finna sigurvegara. Alexander Almar stóð uppi sem sigurvegari með 37 punkta og eru helstu úrslit hér að neðan.

ÚRSLIT ÚR MS MÓTINU

ÚRSLIT ÚR MS MÓTINU

13.07.2017

Þá er fjórða móti GM mótaraðarinnar lokið og heppnaðist það vel. Mótið var haldið í Bakkakoti og þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið með okkur allan tíman þá komu nokkur mjög góð skor inn. Sú sem var á flestum punktum var Hekla Ingunn Daðadóttir sem fékk 41 punkt! Helstu úrslit er hægt að sjá hér að neðan.

MEISTARAMÓT GM 2017 LOKIÐ

MEISTARAMÓT GM 2017 LOKIÐ

10.07.2017

Þá er Meistaramótsvikunni lokið þetta árið og viljum við þakka öllum 210 félagsmönnum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna, stemninguna og spilamennskuna. Þið gerðuð okkar fyrsta Meistaramót í nýju húsakynnunum ógleymanlegt!

NÝJA HÚSIÐ FÆR NAFNIÐ KLETTUR

NÝJA HÚSIÐ FÆR NAFNIÐ KLETTUR

30.06.2017

Golfklúbbur Mosfellsbæjar flutti nýverið starfsemi sína í nýja aðstöðu við Hlíðavöll. Um er að ræða glæsilegt 1200 m2 hús sem í framtíðinni mun hýsa alla aðstöðu klúbbsins; vetur, sumar, vor og haust. Efri hæð hússins hefur verið tekin í notkun í fyrsta áfanga en í næsta áfanga verður ráðist í að útbúa æfingaaðstöðu fyrir börn, ungmenni og almenna félaga á neðri hæð.

ÚRSLIT ÚR KEILUHALLARMÓTINU

ÚRSLIT ÚR KEILUHALLARMÓTINU

30.06.2017

Síðastliðinn miðvikudag var haldið þriðja mótið á GM mótaröðinni þetta sumarið, Keiluhallarmótið. Alls mættu 77 félagsmenn til leiks og létu þeir smá rigningu ekki stoppa sig í því að spila gott golf. Flott skor litu dagsins ljós og var það Jón Rafn Valdimarsson sem stóð uppi sem sigurvegari í punkakeppni með 39 punkta.

HATTAÞEMA Á LOKADEGI

HATTAÞEMA Á LOKADEGI

27.06.2017

Eins og undanfarin ár verður hattaþema á lokakeppnisdegi allra flokka. Hattaþemað hefur sett skemmtilegan svip á Meistaramótið undanfarin ár og hafa margir misglæsilegir hattar séð dagsljósið.

VEITINGAR Á MEISTARAMÓTI

VEITINGAR Á MEISTARAMÓTI

27.06.2017

Nú höfum við opnað nýju aðstöðuna okkar við Hlíðavöll og starfsemin óðum að komast í fastar skorður. Í vikunni verður nýr og stærri matseðill kynntur félagsmönnum og gestum og í sumar verður vonandi bætt inn fleiri réttum hægt og bítandi.