Mosfellsbær, Ísland
Mánudagur 0°C - 0 m/s

Fréttir

​SJÁLFBOÐAVINNA VETRARINS AÐ HEFJAST – TILTEKT Á NEÐRI HÆÐINNI Á SUNNUDAGINN OG LÉTTUR JÓLABRUNCH

​SJÁLFBOÐAVINNA VETRARINS AÐ HEFJAST – TILTEKT Á NEÐRI HÆÐINNI Á SUNNUDAGINN OG LÉTTUR JÓLABRUNCH

14.11.2017

Nú er komið að því að huga að framhaldi framkvæmda á neðri hæð Kletts. Næstkomandi sunnudag ætlum við að hittast og taka til á hæðinni og halda í framhaldinu léttan fund um stöðu mála. Boðið verður upp á léttan jólabrunch eftir vinnu fyrir þá sjálfboðaliða sem mæta. Þar verður einnig spjallað um stöðu mála og hugað að næstu skrefum.

ÆFINGASVÆÐI VIÐ ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ

ÆFINGASVÆÐI VIÐ ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ

10.11.2017

Undanfarið hefur staðið yfir vinna við nýtt æfingasvæði við Íþróttamiðstöð GM á Hlíðavelli. Edwin Roald hefur teiknað drög

PETER BRONSON RÁÐINN GOLFKENNARI GM

PETER BRONSON RÁÐINN GOLFKENNARI GM

09.11.2017

Í ágúst auglýsti GM stöðu golfkennara hjá klúbbnum lausa til umsóknar. Margar umsóknir bárust en hátt í 80 umsóknir bárust um stöðuna. Ráðningarferlið tók töluverðan tíma en niðurstaðan var sú að ráða Peter Bronson til starfa. Peter mun því á næstu vikum hefja störf og mun starfa samhliða Davíð Gunnlaugssyni Íþróttastjóra Golfklúbbs Mosfellsbæjar við þjálfun barna og ungmenna hjá klúbbnum.

VETRARLOKUN Á VALLARSVÆÐUM

VETRARLOKUN Á VALLARSVÆÐUM

02.11.2017

Golfsumarið 2017 er búið að vera gott og höfum við fengið virkilega gott haust til golfiðkunar, það kemur þó alltaf að því að veturinn láti vita af sér, hitatölur eru farnar að lækka verulega og farnar að vera leiðinlega nálægt núllinu. Þetta þýðir það að vallarsvæðin okkar eru að fara loka. Föstudaginn 3. nóvember munum við loka sumarvellinum á Hlíðavelli og færa okkur yfir í vetrargolfið. Bakkakot lokar sama dag fyrir allri umferð. Vellirnir líta vel út og eru vel tilbúnir fyrir veturinn. Við munum þó halda áfram að vinna í flötum næstu vikur með götun og söndum sem loka vetrarundirbúningur.

AÐALFUNDUR GM ÁÆTLAÐUR 13. DESEMBER | FRAMBOÐ TIL STJÓRNAR

AÐALFUNDUR GM ÁÆTLAÐUR 13. DESEMBER | FRAMBOÐ TIL STJÓRNAR

01.11.2017

Senn líður að aðalfundi GM en hann er áætlaður miðvikudaginn 13. desember næstkomandi og verður að vitaskuld haldinn í Kletti. Um hefðbundin aðalfundarstörf verður að ræða en fundurinn verður auglýstur formlega þegar nær dregur samkvæmt lögum félagsins.

ÍSLANDSMÓT Í GOLFI Á HLÍÐAVELLI 2020

ÍSLANDSMÓT Í GOLFI Á HLÍÐAVELLI 2020

27.10.2017

Mótanefnd Golfsambands Íslands hefur samþykkt umsókn GM um Íslandsmót í golfi árið 2020. Íslandsmótið er stærsti einstaki golfviðburður hvers árs og er það mikill heiður fyrir GM að fá að halda mótið. Mótið mun fara fram á Hlíðavelli og er undirbúningur fyrir það þegar hafin.

KRISTÓFER OG SVERRIR VIÐ KEPPNI ERLENDIS

KRISTÓFER OG SVERRIR VIÐ KEPPNI ERLENDIS

24.10.2017

Tveir af okkar bestu kylfingum voru í eldlínunni á undanförnum vikum í Evrópu. Kristófer Karl Karlsson lék á sterku unglingamóti í Þýskalandi og Sverri Haraldsson lék í Hollandi á Tulip Golf Challenge.

UPPSKERUHÁTÍÐ GM

UPPSKERUHÁTÍÐ GM

09.10.2017

Uppskeruhátíð GM fór fram laugardagskvöldið 30. september síðastliðinn. Yfir 100 félagsmenn mættu á þennan glæsilega viðburð og stemmingin var frábær. Veitt voru margvísleg verðlaun og viðurkenningar ásamt því að Eiríkur Hafdal og DJ Fox héldu uppi stuðinu.

VELLIR LOKA FYRIR AÐRA EN FÉLAGSMENN GM

VELLIR LOKA FYRIR AÐRA EN FÉLAGSMENN GM

09.10.2017

Nú hafa golvellir GM, Hlíðavöllur og Bakkakot, lokað fyrir umferð aðra en félagsmanna GM. Eingöngu félagsmenn GM geta leikið á völlunum sem eru báðir ennþá í frábæru ásigkomulagi.

Vonandi verður veðrið með okkur kylfingum í liði áfram en haustið er búið að vera gott fyrir golfvellina.

BÆNDAGLÍMA GM 2017 - ÚRSLIT

BÆNDAGLÍMA GM 2017 - ÚRSLIT

08.10.2017

Bændaglíma GM fór fram laugardaginn 30. September. Frábær þátttaka var í mótinu en það fylltist í mótið á aðeins tveimur dögum. Bændurnir Guðrún Leósdóttir og Margrét Óskarsdóttir fóru fyrir sínum liðum og héldu uppi frábærri stemmingu. Það er alltaf ólýsanleg stemming í Bændaglímu GM og var engin breyting á þetta árið. Veðrið var eins gott og það getur orðið, sól og rjómablíða.