Mosfellsbær, Ísland
Laugardagur 6°C - 3 m/s

Fréttir

GOLFNÁMSKEIÐ FYRIR FÉLAGSMENN

GOLFNÁMSKEIÐ FYRIR FÉLAGSMENN

26.05.2018

Victor Viktorsson PGA golfkennari ætlar að halda golfnámskeið fyrir félagsmenn í GM. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 29. maí og er í 4 skipti. Námskeiðið hentar kylfingum á öllum getustigum.

UPPBYGGING Á ÆFINGAAÐSTÖÐU HAFIN - 60 MILLJÓN KR. VIÐBÓTARFRAMLAG FRÁ MOSFELLSBÆ

UPPBYGGING Á ÆFINGAAÐSTÖÐU HAFIN - 60 MILLJÓN KR. VIÐBÓTARFRAMLAG FRÁ MOSFELLSBÆ

24.05.2018

Nú er hafin uppbygging á æfingaaðstöðu innan og utandyra við nýja Íþróttamiðstöð GM við Hlíðavöll. Í vetur var gerður viðbótarsamningur við Mosfellsbæ um áframhaldandi uppbyggingu á aðstöðu GM. Með samningi þessum hefur Mosfellsbær nú sett 60 miljón kr. viðbótarframlag í byggingu Íþróttamiðstöðvar GM.

ARNA VANN Á EIMSKIPSMÓTARÖÐINNI | LIÐ GM Í 1. SÆTI

ARNA VANN Á EIMSKIPSMÓTARÖÐINNI | LIÐ GM Í 1. SÆTI

19.05.2018

Fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni fór fram þessa helgina. Vegna veður var ákveðið að fella niður keppnisdaga 2 og 3. Úrslit föstudagsins voru því látin gilda.

ÚRSLIT ÚR PING MÓTINU

ÚRSLIT ÚR PING MÓTINU

17.05.2018

Fyrsta mót GM-mótaraðarinnar, PING-mótið, fór fram í gær. 70 félagsmenn luku leik en þrátt fyrir krefjandi aðstæður litu góð skor dagsins ljós.

ÚRSLIT ÚR OPNA GOLFKÚLUR.IS

ÚRSLIT ÚR OPNA GOLFKÚLUR.IS

10.05.2018

Opna Golfkúlur.is mótið fór fram í dag á Hlíðavelli. Um 150 keppendur tóku þátt í mótinu sem leikið var með Texas Scramble fyrirkomulagi. Helstu úrslit mótsins urðu eftirfarandi:

FUNDUR UM GOLF, LÝÐHEILSU OG HREYFINGU Í MOSFELLSBÆ

FUNDUR UM GOLF, LÝÐHEILSU OG HREYFINGU Í MOSFELLSBÆ

04.05.2018

Þann 8. maí nk. fer fram opinn fundur á vegum Golfklúbbs Mosfellsbæjar og er fundarefnið golfið, lýðheilsa og hreyfing í bæjarfélaginu. Fundurinn verður haldinn í Kletti – Íþróttamiðstöð Golfklúbbs Mosfellsbæjar á Blikastaðanesi og hefst kl. 20.00.

Á síðustu árum hefur orðið skýrara og skýrara hversu miklu máli skiptir fyrir heilsu almennings að stunda útiveru og hreyfingu. Á það við um alla aldurshópa jafnt unga sem aldna. En þegar aldur færist yfir og fólk fullorðnast dregur oft úr útiveru og hreyfingu sem og annarri íþróttaiðkun.

ÚRSLIT 1. MAÍ MÓTS GM OG ECCO

ÚRSLIT 1. MAÍ MÓTS GM OG ECCO

01.05.2018

Hlíðavöllur opnaði inn á sumarflatir fyrir alla kylfinga í dag með árlegu 1. maí móti. Veðrið var ekki eins best var á kosið en þrátt fyrir það mættu 180 kylfingar til leiks. Leikur hófst kl. 7:30 og var ræst út til 16:00. Við þökkum fyrir frábært mót, en vilji og gleði einkenndi leik keppenda í dag.

VINNUKVÖLD Á HLÍÐAVELLI

VINNUKVÖLD Á HLÍÐAVELLI

26.04.2018

Nú styttist allverulega í opnun vallarsvæðanna okkar. Áætluð opnun á Hlíðavelli fyrir félagsmenn er laugardaginn 28. apríl næstkomandi. Þann 1. maí opnar síðan völlurinn með hinu vinsæla 1.maí móti.

MASTERSVAKA GM SUNNUDAGINN 8. APRÍL

MASTERSVAKA GM SUNNUDAGINN 8. APRÍL

04.04.2018

Þá er loksins komið að því! Fyrsta risamót ársins, The Masters hefst á morgun.

Mastersvaka GM fer fram sunnudaginn 8. apríl þegar lokahringurinn verður leikinn. Fyrir marga kylfinga markar þetta mót upphaf golfsumarsins og er fastur punktur í tilverunni að horfa á samviskusamlega frá upphafi til enda.

BJÖRN ÓSKAR Í 3. SÆTI Á STERKU HÁSKÓLAMÓTI

BJÖRN ÓSKAR Í 3. SÆTI Á STERKU HÁSKÓLAMÓTI

27.03.2018

Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr GM, lék frábærlega á Lake Charles Invitational mótinu, sterku háskólamóti ásamt liðsfélögum sínum í Louisiana Lafayette háskólanum. Björn lék fyrstu tvo hringina á samtals fjórum höggum undir pari og var jafn í fimmta sæti fyrir lokahringinn í dag.

Björn byrjaði lokahringinn af krafti, með tveimur fuglum á þremur fyrstu holunum. Hann lauk leik á fjórum höggum undir pari í dag, en alls krækti hann í sex fugla og tvo skolla. Þetta var besti hringur Björns í háskólagolfinu hingað til.