Mosfellsbær, Ísland
Föstudagur 3°C - 2 m/s

Vinavellir

Golfklúbburinn Hellu – Strandarvöllur

Strandarvöllur er flestum íslenskum kylfingum vel kunnugur en hann hefur í mörg ár verið einn af betri völlum landsins. Strandarvöllur er 18 holu keppnisvöllur og er reglulega leikið á Strandarvelli á Eimskipsmótaröðinni.
Félagsmenn GM geta leikið á Strandarvelli gegn greiðslu vallargjalds, 2.600 kr fyrir 18 holur.Golfklúbburinn Geysir – Haukadalsvöllur

Haukadalsvöllur er einn fegursti völlur landsins en hann liggur í einstöku landslagi nærri hverasvæðinu í Haukadal.
Völlurinn er 9 holur og er hannaður af golfvallarhönnuðinum Edwin Roald. Haukadalsvöllur er bæði skemmtilegur og krefjandi og setur lynggróður og birkikjarr skemmtilegan svip á völlinn.
Félagsmenn hjá GM geta leikið á Haukadalsvelli gegn greiðslu vallargjald, 2.500 kr fyrir 18 holur.


Golfklúbburinn Leynir – Garðavöllur

Garðavöllur á Akranesi er vinavöllur GM golfsumarið 2017. Samstarf hefur ríkt á milli klúbbanna um nokkurra ára skeið og hafa félagsmenn verið duglegir að skella sér á Skagann og leika á Garðavelli. Garðavöllur er glæsilegur 18 holu golfvöllur, par 72. Íslandsmótið í höggleik fór fram á Garðavelli síðastliðið sumar en völlurinn var í afar góðu ástandi.
Félagsmenn GM geta leikið á Garðavelli gegn greiðslu vallargjalds, 2.500 kr fyrir 18 holur.
Golfklúbbur Seyðisfjarðar – Hagavöllur

Hagavöllur er vinavöllur GM golfsumarið 2017. Hagavöllur á Seyðisfirði er 9 holu golfvöllur og er hannaður af Hannesi Þorsteinssyni. Hagavöllur liggur undir bröttum hlíðum Bjólfsins í fallegu umhverfi þar sem Fjarðaráin, fjöllinn, fjörðurinn og bærinn blasir við.

Félagsmenn GM geta leikið á Hagavelli sumarið 2017 með 50% afslætti af vallargjaldi.Golfklúbburinn Þverá Hellishólum - Þverárvöllur

Á Hellishólum er glæsilegur 18 holu golfvöllur sem árnar Þverá og Grjótá renna í gegnum. Þverárvöllur er krefjandi og skemmtilegur, umkringdur glæsilegri náttúru.

Félagsmenn GM geta leikið á Þverárvelli með 50% afslætti af vallargjaldi sumarið 2017.Golfklúbbur Vestmannaeyja – Vestmannaeyjavöllur

Vestmannaeyjavöllur er vinavöllur GM. Að spila golf í Vestmannaeyjum er eitthvað sem allir kylfingar þurfa að prófa. Umhverfi vallarins er einstakt og er stórbrotin náttúra allt í kring með hafið og kletta umhverfis völlinn. Það verður enginn svikin af heimsókn til Eyjamanna enda höfðingjar heim að sækja.
Félagsmenn GM geta leikið í Vestmannaeyjum í sumar með 50% afslætti á vallargjaldi.

Golfklúbbur Borgarness – Hamarsvöllur

Hamarsvöllur er fallegur 18 holu golfvöllur í einstöku umhverfi. Það eru fáir íslenskir golfvellir sem eru eins umluknir trjágróðri og Hamarsvöllur og er afar ánægjulegt að leika golf þar á góðum sumardegi. Undanfarin ár hefur Hamarsvöllur verið í góðu ásigkomulagi og afar vel hirtur.
Félagsmenn GM geta leikið á Hamarsvelli gegn greiðslu vallargjalds, 3.000 kr fyrir 18 holur.

Golfklúbbur Suðurnesja – Hólmsvöllur

Hólmsvöllur í Leiru er vinavöllur GM golfsumarið 2017. Hólmsvöllur er skemmtilegur "links" völlur og er oftar en ekki háð bæði barátta bæði við völlinn og vindinn þegar Leiran er leikin. Leiran er almennt í mjög góðu ásigkomulagi og kemur oftast vel undan vetri og því tilvalið að skella sér á Hólmsvöll strax í vor!
Félagsmenn GM geta leikið á Hólmsvelli gegn greiðslu vallargjalds, 1.500 kr fyrir 18 holur.Golfklúbbur Ísafjarðar - Tungudalsvöllur

Tundudalsvöllur á Ísafirði er skemmtilegur 9 holu golfvöllur. Völlurinn liggur inn í dalnum og í afar fallegu landslagi. Völlurinn er par 70, 4934 metrar á gulum teigum og 4138 metrar af rauðum.

Félagsmenn GM geta leikið á Tungudalsvelli með 50% afslætti af vallargjaldi sumarið 2016.

Þegar félagsmenn GM leika á vinavöllum er nauðsynlegt að framvísa félagsskírteini og ganga frá greiðslu vallargjalds áður en leikur hefst.