Mosfellsbær, Ísland
Föstudagur 3°C - 2 m/s

Sumarnámskeið barna

Golf og leikjanámskeið GM

Golfklúbbur Mosfellsbæjar mun bjóða upp á golf og leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-11 ára í sumar. Námskeiðin verða með nýju sniði en þau verða byggð upp á skemmtilegum leikjum bæði á golfvellinum og í hans nánasta umhverfi. Golfið verður aldrei langt undan en einnig verður farið í sund og fjöruferðir og ýmislegt fleira skemmtilegt! Námskeiðin henta vel fyrir alla krakka, hvort sem þau hafa prófað golf áður eða ekki en meðal annars verður:
  • Óvissuferð
  • Golfhringur í Bakkakoti með grillveislu að loknum hring
  • Viðurkenningarskjal í lok námskeiðsins!

Ekki er nauðsynlegt að eiga búnað til golfiðkunar – allt slíkt er á svæðinu. Léttur hádegismatur er innifalinn í námskeiðsgjaldi en krakkar þurfa að taka með nesti fyrir morgun og síðdegiskaffi. Mikilvægt að vera alltaf klædd eftir veðri.

Grétar Eiríksson íþróttafræðingur hefur yfirumsjón með námskeiðunum en leiðbeinendur eru afrekskylfingar í GM.

Námskeiðin eru á eftirfarandi dagsetningum sumarið 2017


Námskeið 1
12. – 16. júní
Námskeið 2
19. – 23. júní
Námskeið 3
26. – 30. júní
Námskeið 4
10. – 14. júlí

Námskeið 5
24. – 28. júlí

Námskeiðin eru kennd á milli klukkan 9:00 og 15:00 á daginn. Skráning á námskeiðin hefst 1. maí á heimasíðu GM, www.golfmos.is
Verð fyrir vikuna er 19.900 kr en hádegismatur er innifalinn í námskeiðsgjaldi.
Komdu og vertu með á skemmtilegasta námskeiði sumarsins!
Nánari upplýsingar um námskeiðin er hægt að fá í tölvupósti á netfangið dg@golfmos.is

Skráning á golf- og leikjanámskeið 2017
Atthugið að fylla þarf skráningarformið aftur út ef skrá á á fleiri en eitt námskeið