Mosfellsbær, Ísland
Föstudagur 3°C - 2 m/s

Golfkennsla

Til þess að auka ánægju sína af því að leika golf er besta leiðin að fara í golfkennslu og fá leiðbeiningar hjá sérfróðum golfkennurum. Golfkennarinn getur hjálpað með sveifluna sjálfa en auk þess leiðbeint hvernig á að bera sig að á vellinum o.s.frv. Mikill metnaður hefur verið settur í golfkennslu fyrir félagsmenn GM og er markmiðið að bjóða félagsmönnum upp á góða og fjölbreytta golfkennslu.

Hægt er að bóka tíma hjá golfkennurum GM en allar upplýsingar um þá má finna hérna neðar á síðunni.

Opnir golftímar - golfæfingar fyrir félagsmenn

Á þriðjudögum verður boðið upp á golfæfingar fyrir félagsmenn. Æfingarnar fara fram á Hlíðavelli á á milli klukkan 18 og 19.

Fyrsta æfing fer fram þriðjudaginn 6. júní. Síðasta æfing fer fram þriðjudaginn 15. ágúst

Verð er 1.000 kr í hvern tíma

Einkatímar hjá golfkennurum GM

Golfkennarar GM bjóða einnig upp á einkatíma. Einnig er hægt að taka einkatíma hjá golfkennara í pörum eða jafnvel fleiri saman. Allar upplýsingar um golfkennara GM eru hérna fyrir neðan og eru tímarnir bókaðir beint hjá golfkennurum GM.

Nýliðakennsla GM

GM býður upp á æfingar fyrir nýliða þeim að kostnaðarlausu. Æfingarnar verða vikulega frá byrjun júní. Nýliðaæfingar GM fara fram á Hlíðavelli á þriðjudögum. Æfingarnar eru á milli klukkan 21 og 22 og ekki er nauðsynlegt að skrá sig. Fyrsta æfing fer fram fimmtudaginn 6. júní. Æfingum lýkur þriðjudaginn 15. ágúst


Golfkennarar GM

Davíð Gunnlaugsson

Davíð Gunnlaugsson

Íþróttastjóri GM og PGA golfkennari

Sími: 8492095

Kennslutími: Eftir samkomulagi
Haraldur Þórðarson

Haraldur Þórðarson

PGA golfkennari

Sími: 8652500

Kennslutími: Eftir samkomulagi
Peter Bronson

Peter Bronson

PGA golfkennari GM

Sími: 789 8778

Victor Viktorsson

Victor Viktorsson

PGA golfkennari

Sími: 892 9555

Kennnslutími: Eftir samkomulagi