Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Sara Íslandsmeistari í golfhermum 2024

29.04.2024
Sara Íslandsmeistari í golfhermum 2024

Sara Kristinsdóttir, afreks- og landsliðskylfingur úr GM tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitil í golfhermum 2024. Þetta er þriðja sinn sem keppt er um Landsmótsmeistaratitilinnen og var þetta var fyrsti sigur Söru í þessu móti.

Úrslitin fóru fram í gær, sunnudaginn 28. apríl, í íþróttamiðstöð GKG og var sýnt beint frá mótinu á Sportstöð hjá Sýn.

Í mótinu var leikið á Korpúlfsstaðavelli (Sjórinn/Áin) en leiknar voru 36 holur í úrslitunum þar sem að samtals 16 keppendur tóku þátt, 8 konur og 8 karlar.

Sara sigraði með fjögurra högg mun en hún lék á 12 höggum undir pari samtals (61-71) þar sem hún lagði grunninn með mögnuðum fyrri hring þar sem hún lék á 61 höggi eða 11 höggum undir pari vallar.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, varð önnur á -8 samtals og jafnar í 3. sæti voru Elsa Maren Steinarsdóttir, GK, og Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, á -1 samtals. Auður Bergrún Snorradóttir úr GM var einnig í úrslitunum og lauk leik á +3 (73-74) eða í 6. sæti.

Lokastaðan í kvennaflokki

Í karlaflokki sigraði Sigurður Arnar með fimm högga mun en hann lék á 16 höggum undir pari vallar (63-63). Kristján Þór Einarsson úr GM lék í úrslitunum en hann endaði í 4. sæti á 6 höggum undir pari (69-67).

Tvær undankeppnir fóru fram í vetur og var hægt að taka þátt á þeim stöðum þar sem að Trackman golfhermar eru til staðar. Alls tóku 153 keppendur þátt.

Stillingar eru fyrirfram ákveðnar og eru eins í öllum hermum. Brautir eru stilltar á mestu mýkt en flatir eru harðar með miðlungs hraða (flatir 9 fet á Stimp). Holustaðsetningar eru medium. Enginn vindur. Pútt eru hluti af leiknum og hermir því stilltur á Manual pútt. Hermir gefur pútt innan við 2,4 metra.

Fyrir sigurinn fékk Sara 130.000 kr. og farandbikar Íslandsmeistara í golfhermum en við óskum henni innilega til hamingju með titilinn!