Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Vel heppnuð æfingaferð afrekskylfinga GM með landsliðshóp til Spánar

30.01.2023
Vel heppnuð æfingaferð afrekskylfinga GM með landsliðshóp til Spánar

Rúmlega fjörutíu afreks- og landsliðskylfingar fóru til Spánar með landsliðinu í æfingaferð 13. - 20. janúar síðastliðinn. Þar af voru 10 kylfingar úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar og þjálfari sem fóru með í ferðina.

Auður Bergrún Snorradóttir
Berglind Erla Baldursdóttir
Dagur Ebenezersson (þjálfari)
Eva Kristinsdóttir
Katrín Sól Davíðsdóttir
Kristján Þór Einarsson
Kristófer Karl Karlsson
María Eir Guðjónsdóttir
Pamela Ósk Hjaltadóttir
Sara Kristinsdóttir
Sverrir Haraldsson

Æft við fínar aðstæður á Hacienda Del Alamo golfsvæðinu á Spáni en einnig var leikið á Saurines de La Torre. Ólafur Björn Loftsson landsliðsþjálfari sá um skipulag á meðan ferðinni stóð en fengu kylfingar fjölbreyttar æfingar tíma með eigin þjálfara milli hringja.

Golfsambandið gerði samning á síðasta ári þess efnis að æfingabækistöð íslenska landsliðsins yrði á Hacienda Del Alamo og er þetta í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður á vegum GSÍ. Markmið samstarfsins er að veita íslenskum landsliðs- og atvinnukylfingum hagkvæm og spennandi tækifæri að æfa að vetrarlagi við frábærar aðstæður. Landsliðs- og atvinnukylfingar hafa þess kost að halda á svæðið á eigin vegum til viðbótar við skipulagðar æfingarferðir.