Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

VIKING deildin - undankeppni

26.05.2023
VIKING deildin - undankeppni

Ágætu GM félagar.

Líkt og áður var frábær skráning í VIKING deildina, það voru alls 26 lið sem skráðu sig til leiks í ár.

Líkt og áður þá komast aðeins 16 lið að og því verður spiluð undankeppni. Hún verður spiluð á Hlíðavelli sunnudaginn 4. júní. Ræst verður út frá kl. 07:30.

Þau lið sem þurfa ekki að fara í undankeppni ( þau lið sem komust í 8 liða úrslita í fyrra og uppfylla skilyrði um fjölda þáttakenda) eru eftirfarandi:

Ginfaxi

FÍG

TEAM FAMILY

Dansgólfið

Team Ecco

Jón Lee Wons

Svalur

Það eru því 19 lið sem spila um 9 laus sæti :)

Þau lið þurfa því að spila í undakeppninni. Undankeppnin fer fram sunnudaginn 4. júní á Hlíðavelli. Ræst verður út frá kl. 07:30 til 10:30. Leikin er 18 holu punktakeppni og hámarksforgjöf gefin er 36. Hverju liði er heimilt að senda fjóra fulltrúa í undankeppnina og það eru þrjú bestu skorin sem telja.

Tölvupóstur hefur verið sendur á fyrirliða hvers liðs og er fyrirliðinn beðinn um að senda nöfn þeirra sem spila fyrir hönd liðsins á uppgefið netfang.

Rástímar verða sendir út á keppendur föstudaginn 2. júní.