26.01.2024
Ágætu GM félagar.
Meistaramót GM 2024 verður haldið dagana 30. júní til 6. júlí í sumar.
Í þessum hlekk hér má sjá hvaða daga flokkarnir leika. Meistaramót GM 2024
Staðan er þannig í sumar að Íslandsmótið í höggleik færist til og verður leikið í júlí. Það hefur ávallt verið leikið í ágúst mánuði en færist núna í ár fram í júlí. Þetta hefur áhrif á önnur mót sem þá einnig færast til.
Við höfum því tekið þá ákvörðun að mótið verði leikið á þessum dögum og fært flokkana aðeins til. Það verður einungis gert núna í ár og færist svo aftur í sama horf 2025.