Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Hola í höggi

14.06.2024
Hola í höggi

Það er allt að gerast á völlunum okkar og margir að ná drauma högginu sínu.

Arnar Dagur Jónsson ungur kylfingur úr GM fékk holu í höggi á 4. braut Hlíðavallar þriðjudagskvöldið 11. júní.

Höggið sló hann með wedge, 124 m frá holu, létt skopp til vinstri og rúllaði ofaní.

Til hamingju með draumahöggið!