Mosfellsbær, Ísland

Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar

04.11.2020
Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar

Ágætu GM félagar.

Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar verður haldinn fimmtudaginn 19. nóvember. Í ljósi aðstæðna mun hann fara fram á internetinu í gegnum fjarfundabúnað. (Ef aðstæður fram að aðalfundi breytast og samkomutakmörkunum verður breytt þá mun einnig verða hægt að mæta í Íþróttamiðstöðina Klett og sitja fundinn).

Fundurinn hefst stundvíslega kl. 20:00 og er dagskrá hans sem hér segir:

1. Kosning fundarstjóra og fundaritara.

2. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á vegum félagsins

3. Áritaðir reikningar kynntir

4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikningar lagðir fram til samþykktar

5. Lagabreytingar

6. Rekstraráætlun komandi starfsárs kynnt

7. Ákvörðun félagsgjalda

8. Kosning stjórnar, formanns og tveggja skoðunarmanna reikninga

9. Kosning aganefndar og kjörnefndar

10. Önnur mál.


Fyrir aðalfund liggja eftirfarandi breytingatillögur á lögum Golfklúbbs Mosfellsbæjar sem sjá með því að smella á tenglana hér að neðan.

Tillaga að lagabreytingum fyrir aðalfund þann 19. nóvember 2020.pdf

Skýringar á tillögum að lagabreytingum.pdf


Þeir félagsmenn í GM hafa áhuga á því að sitja aðalfund GM eru vinsamlegast beðnir um að senda inn tölvupóst á golfmos@golfmos.is og skrá sig til þátttköku. Senda þarf nafn og kennitölu.Sent verður út fundarboð þegar nær dregur fundi á tölvupósti til allra þeirra sem skrá sig. Með þessum hætti getum við tryggt að sem flestir félagar geti tekið þátt í aðalfundinum sem og greitt atkvæði þegar þess gerist þörf.


Stjórn GM.