Nú er Hlíðavöllur orðinn nánast auður og því leikhæfur á ný. Stefnt er að því að leika Vetrarmót 11 utandyra á laugardaginn. Ræst verður út á öllum teigum klukkan 10:30 en vélaskemman á Hlíðavelli mun opna klukkan 9:00. Ef veðuraðstæður munu ekki bjóða upp á golf utandyra verður haldið púttmót í vélaskemmunni.
Mótið er innanfélagsmót og biðjum við félaga vinsamlegast að skrá sig á golf.is. Keppt er í punktakeppni m/forgjöf og höggleik án forgjafar og verða þátttakendur að hafa löggilda forgjöf og vera félagar í klúbbnum (aðal eða aukafélagar) til að vinna til verðlauna.
Skráning í mótið er á golf.is
Veitingasala á Vetrarmótaröðinni er í höndum Foreldraráðs GM en salan er liður í fjáröflun barna og unglinga GM.