VÍKING deildin er eitt skemmtilegasta mót sem Golfklúbbur Mosfellsbæjar stendur fyrir. Um er að ræða liðakeppni með forgjöf þar sem keppt er með svipuðu fyrirkomulagi og í Íslandsmóti golfklúbba (sveitakeppni). Allt að 7 leikmenn skipa hvert lið en 4 leikmenn leika í hverri umferð. Í hverri umferð er leikinn 1 fjórmenningsleikur og 2 tvímenningsleikir.
Í VÍKING deildinni er leikið á báðum vallarsvæðum og eru umferðir leiknar í heild sinni á hvoru vallarsvæði í fyrirfram skipulögðum leikvikum. Leiknar verða tvær leikvikur í riðlakeppni á Hlíðavelli og ein í Bakkakoti. Í úrslitum fara síðan 8 liða úrslit fram fram í Bakkakoti, undanúrslit og úrslit á Hlíðavelli.
Alls eru 16 lið sem geta verið með en leikið verður í fjórum 4 liða riðlum þar sem allir leika við alla. Þegar úrslit í riðlum liggja fyrir verður leikið í 8 liða úrslitum. Efstu 2 liðin í riðli fara áfram í útsláttarkeppnina.
Skráning í VÍKING-deildina fyrir sumarið 2020 hefst þann 1. maí. Þátttökugjald er 20.000 kr fyrir hvern liðið og greiðist við skráningu.
Skráning í VÍKING deildina er á eftirfarandi slóð: https://goo.gl/forms/ZdIQzmB12WR6unkI3
Leikreglur VÍKING deildarinnar
Skráning í VÍKING-deildina 2020