Til þess að auka ánægju sína af því að leika golf er besta leiðin að fara í golfkennslu og fá leiðbeiningar hjá sérfróðum golfkennurum. Golfkennarinn getur hjálpað með sveifluna sjálfa en auk þess leiðbeint hvernig á að bera sig að á vellinum o.s.frv. Mikill metnaður hefur verið settur í golfkennslu fyrir félagsmenn GM og er markmiðið að bjóða félagsmönnum upp á góða og fjölbreytta golfkennslu.
Hægt er að bóka tíma hjá golfkennurum GM en allar upplýsingar um þá má finna hérna neðar á síðunni.
Golfkennarar GM bjóða upp á einkatíma. Einnig er hægt að fá einkatíma hjá golfkennara í pörum eða jafnvel fleiri saman. Allar upplýsingar um golfkennara GM eru hérna fyrir neðan og eru tímarnir bókaðir beint hjá golfkennurunum.
Verðskrá:
PGA Kennarar | PGA Golfkennaranemar | |
Einkakennsla 25 mín | 6000 | 5000 |
Einkakennsla 2 kylfingar 25 mín | 8000 | 7000 |
Einkakennsla 2 kylfingar 50 mín | 12000 | 10000 |
Hópkennsla 3-4 kylfingar 50 mín | 14000 | 12500 |
Spilakennsla 9 holur 1-3 kylfingar | 20000 | 18000 |
GM býður upp á æfingar fyrir nýliða þeim að kostnaðarlausu. Æfingarnar fara fram vikulega á mánudögum og hefjast mánudaginn 15. júní. Æfingarnar fara fram á æfingasvæði GM við Hlíðavöll og eru á milli klukkan 18 og 19.
Golfæfingar félagsmanna fara fram á mánudögum í júní og júlí. Æfingarnar hefjast mánudaginn 15. júní og eru milli klukkan 19 og 20. Æfingarnar fara fram á Hlíðavelli og kostar hver æfinga 1.000 kr á mann sem greiðist til þjálfara. Þjálfari á æfingum félagsmanna er Victor Viktorsson. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega á æfingarnar.