Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

ÚRSLIT ÚR VITA GOLFMÓTINU

14.08.2017
ÚRSLIT ÚR VITA GOLFMÓTINU

Þá er hinu árlega VITAgolfmótinu lokið. 198 kylfingar mættu til leiks og gerðu sér góðan dag út á golfvelli enda voru aðstæður með besta móti.

Mikið var um fínustu skor og þurfti skrifstofubráðabana til þess að útkljá sigurvegara. Var það Bragi Þorsteinn Bragason sem endaði í fyrsta sæti en hann var með 42 punkta (20 punkta á seinni níu). Óskum við honum innilega til hamingju með sigurinn.

Markmið sem var sett fyrir mótið var að öll holl myndu spila 18 holur á undir 4 klst og 15 min, ef því markmiði yrði náð væri dregið út tvær utanlandsferðir með VITA. Því miður náðist það markmið ekki þrátt fyrir þétta og stöðuga spilamennsku.

Gaman er hinsvegar að segja frá því að Peter Salmon og VITAgolf ákváðu að gefa golfklúbbnum okkar ferðirnar tvær sem hefðu verið dregnar út ef markmiði með leikhraða hefði náðst. Er þessum ferðum ætlað að hjálpa við frágang á neðri hæð íþróttamiðstöðvarinnar og með því styðja við barna- og unglingastarf klúbbsins til að koma sér upp æfingaaðstöðu í fremstu röð. Tilkynnt verður um það bráðlega hvernig ferðum þessum verður ráðstafað.

Helstu úrslit er hægt að sjá hér að neðan og öll úrslit inn á golf.is

Punktakeppni

1.sæti - Bragi Þorsteinn Bragason, 42 punktar (20 seinni níu)

2.sæti - Gabriela Elisabeth Pitterl, 42 punktar (17 seinni níu)

3.sæti - Jón Þórisson, 41 punktur (24 á seinni níu)

4.sæti - Eiríkur Jónsson, 41 punktur (20 á seinni níu)

5.sæti - Þórður Dagsson, 41 punktur (17 á seinni níu)

6.sæti - Hafsteinn E Hafsteinsson, 40 punktar (8 punktar á síðustu 3)

Nándarverðlaun

3.braut - Gunnar Rúnar Magnússon, 2.85 m

7.braut - Þórður Dagsson, 1.88 m

10.braut - Sigurður Pétursson, 0.29 m

15.braut - Björg Baldursdóttir, 0.19 m

18.braut KK - Sigurfinnur Sigurjónsson, 1.46 m

18.braut KVK - Kristín Fjóla Gunnlaugsdóttir, 0.86 m

Vinningshafar geta nálgast verðlaun sín í afgreiðslunni í Kletti - íþróttamiðstöð GM, frá hádegi á morgun mánudaginn 14. ágúst.

Við þökkum öllum keppendum kærlega fyrir komuna og ennfremur VITA fyrir stuðninginn.