Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Staðfesting á rástíma á völlum GM

07.05.2024
Staðfesting á rástíma á völlum GM

Ágætu GM félagar.

Golfsumarið fer bara nokkuð vel af stað þó svo að veðrið hafi verið allskonar :)

Opnunardagurinn síðastliðinn sunnudag var góður og það mættu rétt um 350 kylfingar og spiluðu glæsilegan Hlíðavöll.

Við ætlum að halda áfram að leggja áherslu á að kylfingar staðfesti komu sína. Það er mikilvægt að mæta í sinn rástíma og/eða afbóka hann ef þú af einhverjum ástæðum kemst ekki.

Hér að neðan er reglur GM þegar kemur að rástímabókun og staðfestingu á rástíma.

LEIKUR FÉLAGSMANNA Á VALLARSVÆÐUM GM

Einungis fullgildir félagsmenn GM sem gert hafa upp árgjald viðkomandi árs hafa leikheimild á vallarsvæðum GM.

Fjögurra daga bókunarfyrirvari er á velli félagsins fyrir GM félaga og opnað er fyrir skráningu kl. 20:00 kvöldi fyrir fyrsta bókunardag. Á þessum fjórum dögum er leyfilegt að vera með þrjár virkar bókanir. Ef viðkomandi er með þrjár virkar bókanir er hægt að bóka sig samdægurs á þann dag sem engin bókun er með því að hafa samband við afgreiðslu GM.

Utanfélagsmenn geta bókað sig með tveggja daga fyrirvara og er opnað fyrir skráningu kl. 20:00 kvöldið fyrir bókunardag.

  • Allir félagsmenn verða að skrá sig rástíma í golfboxinu
  • Allir félagsmenn verða að staðfesta komu í rástíma í afgreiðslu
  • Nauðsynlegt er að afbóka rástíma ef kylfingur sér ekki fært um að mæta á rástíma sinn og skal það gert með að lágmarki 2 klst fyrirvara
  • Mæti félagsmaður ekki á rástíma sinn án þess að afbóka fær viðkomandi aðvörun, gerist það aftur fær viðkomandi bann frá rástímabókun í eina viku
  • Óheimilt er að bóka rástíma á ranga kennitölu
  • Óheimilt er að bóka rástíma án vitneskju viðkomandi kylfings
  • Óheimilt er að hefja leik eftir að rástími er liðinn

Allir sem koma á vellina okkar þurfa að skrá sig inn á völlinn með QR kóða sem er við hlið afgreiðslunnar okkar á Hlíðavelli og í andyri golfskálans í Bakkakoti. Ef félagsmaður mætir ekki á skráðan rástíma, þá kemur hann í veg fyrir það að annar félagsmaður getur nýtt rástímann. Viðurlögin eru:

  • 1 brot, áminning
  • 2 brot, áminning
  • 3 brot, lokað fyrir rástímaskráningu í 7 daga
  • 4 brot, lokað fyrir rástímaskráningu í 14 daga