Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

SÓLSTÖÐUMÓT OG JÓNSMESSUGLEÐI

14.06.2016
SÓLSTÖÐUMÓT OG JÓNSMESSUGLEÐI

Þá er komið að því að við kylfingar í Mosfellsbæ fögnum sumarsólstöðunum. Sólstöðumót GM var haldið í fyrsta skipti í fyrra. Mótið verður haldið aftur í sumar en með þó nokkuð breyttu sniði frá 2015 en það verður haldið 24. og 25. júní næstkomandi.

Sólstöðumót GM er eina mótið sem leikið á báðum vallarsvæðum GM og er mótið 27 holur. Verð í mótið er 3.900 kr. en innifalið í því er hamborgari, franskar og sósa eftir hringinn á laugardeginum.

Mótið er tveggja daga golfmót þar sem keppt er í 3 forgjafarflokkum og ræst út eftir flokkum og skori seinni keppnisdaginn. Leikið er á Hlíðavelli á föstudegi og leiknar 18 holur og á laugardeginum er leikið í Bakkakoti og leiknar 9 holur. Rástímar á Hlíðavelli eru frá kl. 14.00 – 18.00 en í Bakkakoti verður ræst eftir skori og flokkum og hefst ræsing í 3. flokki kl. 13.00 en síðustu keppendur verða ræstir út 17.00. Keppt verður í 2 flokkum í höggleik með forgjöf og einum flokki í punktakeppni með forgjöf.

1. flokkur – forgjöf 15 og undir (Höggleikur með forgjöf)

2. flokkur – forgjöf 15,1 til 25,0 (Höggleikur með forgjöf)

3. flokkur – forgjöf 25,1 og yfir (Punktakeppni með forgjöf)

Veitt verða verðlaun fyrir efstu 3 sætin í hverjum flokki fyrir sig ásamt því að Vallarmeistari GM verður krýndur en það er sá kylfingur sem leikur holurnar 27 á besta skorinu með forgjöf. Verðlaun í mótinu eru:

Verðlaunasæti í hverjum flokki

1. sæti 20.000 gjafabréf á Argentínu

2. sæti FJ Golfklúbbur Mosfellsbæjar Windbreaker

3. sæti FJ Golfklúbbur Mosfellsbæjar stuttermabolur

Nándarverðlaun 1. braut Hlíðavöllur 10.000 kr. gjafakort á Apotek Restaurant

Nándarverðlaun 9. braut Hlíðavöllur 10.000 kr. gjafakort á Sushi Samba

Nándarverðlaun 12. braut Hlíðavöllur 10.000 kr. gjafakort á Sjávargrillið

Nándarverðlaun 15. braut Hlíðavöllur 10.000 kr. gjafakort á Argentínu

Nándarverðlaun 6. braut Bakkakot 10.000 kr. gjafakort á Matarkjallarann

Nándarverðlaun 9. braut Bakkakot 10.000 kr. gjafakort á Argentínu

Skráning í Sólstöðumótið á golf.is

Glatt á hjalla bæði kvöldin

Á föstudagskvöldinu verður bjórkvöld GM í skálanum á Hlíðavelli og eflaust glatt á hjalla og verður það kynnt betur þegar nær dregur. Haldið verður skemmtilegt Pub Quiz ásamt því að Pílumeistari GM verður krýndur. Stefnt verður að bjórkynningu ásamt lifandi tónlist. Á laugardagskvöldinu verður verðlaunaafhending og grillveisla í Bakkakoti fyrir Sólstöðumótið um leið og síðustu kylfingar koma í hús.

Eftir hring á laugardeginum verða eldgrillaðir hamborgarar í boði fyrir kylfinga frá kl. 18.00. Verðlaunaafhending verður fyrir Sólstöðumótið verður kl. 20.00 en kl. 20.30 hefst Jónsmessugolfhringur. Skráning í Jónsmessugolfhringin fer fram á golfmos@golfmos.is en leiknar verða 14 golfholur af mismunandi lengd og gæðum. Þar þurfa félagsmenn að glíma við ýmsar skemmtilegar þrautir sem knýja þá til að nýta öll þau brögð sem þeir hafa í golfpokanum. Eftir mótið verða þeir félagsmenn sem sýnt hafa mest klókindi verðlaunaðir fyrir sín afrek. Hámarksfjöldi í Jónsmessugolfið er því 56 og verður það fyrsti koma fyrstir fá.

Að Jónsmessuhring loknum verður létt verðlaunaafhending fyrir illskástu þrautakóngana. Boðið verður upp á rútuferð úr dalnum kl. en stoppað verður á Hvíta Riddaranum, þar sem við munum við heilsa upp á samborgara okkar sem ekki spila golf. Rukkað verður lágmarksgjald fyrir rútuferð niður á Hvíta Riddarann eða N1 Ártúnshöfða en gjaldið verður vonandi undir 1.000 kr. Bóka þarf sig í ferðina þegar mætt er í rástíma á föstudeginum.