06.05.2019
Bakkakot opnar í dag, mánudaginn 6. maí 2019. Völlurinn kemur gríðarlega vel undan vetri og er því opnað fyrr en áætlað. Við hvetjum kylfinga til að spila Bakkakotið en minnum einnig á að fara vel um völlinn; laga kylfuför, boltaför o.s. fr.
Golfskálinn er opinn milli 12-20 og boðið verður upp á samlokur og drykki, en að svo stöddu er grillið ekki opið.
Það eru nokkur atriði sem er mikilvægt að hafa í huga varðandi rástímaskráninguna í Bakkakoti.
- Þú velur Bakkakotsvöll á golf.is og bókar rástíma
- Ef þú ætlar 18 holur þarftu að bóka tvo rástíma. Síðari rástíminn er bókaður 2 klst og 10 mínútum frá fyrri rástíma þó mögulega geti það breyst.
- Þú meldar þig inn á rástímann með félagsskírteini. Eftir 9 holur kemur þú við í skálanum og meldar þig inn fyrir seinni 9 holurnar.
- Einnig skal sýna starfsmanni í skála skírteini sitt.
- Óheimilt er að leika í Bakkakoti nema að skrá rástíma.
Tölvuskjár og kortaskanni er til staðar þar sem nauðsynlegt er að melda sig inn í skráðan rástíma. Búnaðurinn er í andyri og er alltaf aðgengilegur þó afgreiðsla sé lokuð og skal því einnig nota hann utan opnunartíma.
Vakin er sérstök athygli félagsmanna á því að búnaður er einnig til staðar til að greiða vallargjald. Séu gestir með í för verða þeir að greiða áður en farið er út á völl. Ekkert fríspil eða afsláttarsamningar gilda utan opnunartíma og skulu allir greiða vallargjald.