Mosfellsbær, Ísland
Laugardagur 6°C - 3 m/s

ÚRSLIT ÚR CORNY MÓTINU

29.08.2017
ÚRSLIT ÚR CORNY MÓTINU

Næstsíðasta mótið á GM mótaröðinni þetta árið var haldið í Bakkakoti þann 27. ágúst. Ágætis þátttaka var í mótinu og var það Andrea Jónsdóttir sem stóð uppi sem sigurvegari með 38 punkta. Þar á eftir var Valur Helgason með 35 punkta(17 á seinni níu). Helstu úrslit eru hér að neðan.


Punktakeppni

1.sæti - Andrea Jónsdóttir, 38 punktar
2.sæti - Valur Helgason, 35 punktar (17 á seinni níu)
3.sæti - Karólína Margrét Jónsdóttir, 35 punktar (16 á seinni níu)

Nándarverðlaun

6. braut - Karólína Margrét Jónsdóttir, 1,26 m
9. braut - Andrea Jónsdóttir, 2,06 m

Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju og geta þeir nálgast verðlaunin í afgreiðsluna á Hlíðavelli frá og með morgundeginum.