Mosfellsbær, Ísland
Föstudagur 7°C - 16 m/s

Fréttir

GUNNAR HLAUT FÉLAGSMÁLASKJÖLD UMSK

GUNNAR HLAUT FÉLAGSMÁLASKJÖLD UMSK

15.02.2018

94. ársþing UMSK var haldið 13. febrúar hefð samkvæmt. Veittar voru ýmsar viðurkenningar, bæði fyrir íþróttir og störf innan hreifingarinnar. 1. apríl 2016 var tekin fyrsta skóflustunga að íþróttamiðstöð Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Um 14 mánuðum síðar eða um miðjan júní 2017 var húsnæðið tekið í notkun. Það má segja að hér hafi verið unnið þrekvirki sem margir félagsmenn GM komu að. Að öllum öðrum ólöstuðum má með sanni segja, að Gunnar Ingi Björnsson framkvæmdarstjóri GM, hafi leitt verkið og haldið því gangandi með eljusemi og óþrjótandi vilja og krafti. Gunnar á allan heiður skilið.

BJÖRN ÓSKAR Á GÓÐU RÓLI Í HÁSKÓLAMÓTI

BJÖRN ÓSKAR Á GÓÐU RÓLI Í HÁSKÓLAMÓTI

13.02.2018

Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr GM er við keppni í Alabama í Bandaríkjunum. Björn Óskar leikur fyrir hönd University of Lafayette, en mótið er fyrsta háskólamótið á nýju ári. Björn lék vel í gær, en hann er sem stendur jafn í 10. sæti eftir 36 holur þegar einn hringur er eftir.

MEISTARAMÓTIÐ HÁPUNKTUR SUMARSINS

MEISTARAMÓTIÐ HÁPUNKTUR SUMARSINS

08.01.2018

Björn Óskar Guðjónsson er einn besti kylfingur Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Björn Óskar háði æsispennandi einvígi við Kristján Þór Einarsson í Meistaramótinu, sem endaði með því að Kristján setti ofan í hátt í 20 metra langt pútt fyrir sigri. Björn lauk leik á átta höggum undir pari. Hann var í kjölfarið valinn kylfingur ársins hér í GM og því spurðum við hann spjörunum úr.

FRÁBÆR HRINGUR HJÁ KRISTÓFER Á SPÁNI

FRÁBÆR HRINGUR HJÁ KRISTÓFER Á SPÁNI

04.01.2018

Kristófer Karl Karlsson, afrekskylfingur úr GM leikur á sterku unglingamóti á Spáni. Mótið er 54 holur, en Kristófer hóf leik í gær á Lauro Golf vellinum og lék á 82 höggum (+10). Mótið er huti af finnskri unglingamótaröð. Þá var hann í 37. sæti eftir fyrsta hringinn, en lék frábærlega í dag og lauk leik á 5 höggum undir pari og bætti sig því um 15 högg á milli hringja.

MAÐURINN Á BAKVIÐ MYNDAVÉLINA

MAÐURINN Á BAKVIÐ MYNDAVÉLINA

03.01.2018

Sigurður Geirsson, eða Siggi Geirs, eins og hann er jafnan kallaður er flestum félagsmönnum GM vel kunnugur. Hann er einn af þessum mönnum sem eru alltaf boðnir og búnir, ávallt viðbúinn eins og sannur skáti. En hver er maðurinn Sigurður Geirsson?

RAGNAR MÁR Í 12. SÆTI Í FLÓRÍDA

RAGNAR MÁR Í 12. SÆTI Í FLÓRÍDA

02.01.2018

Ragnar Már Ríkharðsson lék á unglingamóti í Flórída dagana 28.-30. desember, American Junior, en það er hluti af World Junior Golf Series mótaröðinni.

ÚRSLIT ÚR GAMLÁRSMÓTI GM

ÚRSLIT ÚR GAMLÁRSMÓTI GM

02.01.2018

Gamlársmót GM fór fram 30. desember síðastliðinn, en mótið er hluti af vetrarmótaröðinni. Alls voru 31 kylfingar sem tóku þátt, en keppt var í pútti og í OPTISHOT 2 golfhermi. Í herminum var keppt um að vera næstur holu á TPC Sawgrass vellinum eftir 1 högg á 17. braut, en kylfingar fengu 3 æfingahögg og 3 tilraunir.

LITIÐ AFTUR Í TÍMANN - BÆNDAGLÍMAN

LITIÐ AFTUR Í TÍMANN - BÆNDAGLÍMAN

31.12.2017

Að þessu sinni fór Bændaglíma GM fram laugardaginn 24. september. Þrátt fyrir allt annað en kjörnar veðuraðstæður var fullt í mótið og voru það alls 102 félagsmenn sem mættu til leiks.

Bændur að þessu sinni voru Bjarnþór Erlendsson (Baddi) sem fór fyrir bláa liðinu að þessu sinni og Davíð Baldur Sigurðsson (Daddi) sem fór fyrir rauðum. Tvö lið áttust að, undir sitthvorum bóndanum. Raðað var upp eftir forgjöf í keppninni og léku kylfingar með álíka forgjöf holukeppni án forgjafar.

Í hverjum leik var hægt að fá mest 3 stig. Fyrst var leikin holukeppni á fyrri níu og sá sem vann hana fékk eitt stig fyrir það. Á seinni níu var leikinn annar leikur og var þá einnig stig í boði þar. En eins og glöggir lesednur gætu tekið eftir, þá eru þetta eðins tvö stig en ekki þrjú. Þriðja stigið fæst aðeins ef sami aðilinn vinnur báða leikina og er það kallað bónusstig. Bændurnir tveir stóðu sig snilldarlega og var mikið grín þeirra á milli.

Þeir Baddi og Daddi fengu svo að velja saman kylfinga í fjóra leiki af þeim sem höfðu skráð sig og hvernig svo sem það gerðist náði Baddi að velja konu Dadda í sitt lið og vakti það mikla kátínu. Leikar enduðu á þann veg að rauða liðið undir stjórn Davíðs Baldurs fór með sigur af hólmi og var því ansi mikil gleði og glans hjá rauðum að leik loknum.

Gaman verður að sjá hvernig næsta glíma kemur út og má búast við harðri samkeppni að vana.

LITIÐ AFTUR Í TÍMANN - TITLEIST HOLUKEPPNIN

LITIÐ AFTUR Í TÍMANN - TITLEIST HOLUKEPPNIN

31.12.2017

Titleist holukeppnin

Þó það sé farið að líða vel á veturinn getur verið skemmtilegt að líta til baka á viðburði golfsumarsins og sjá hverjir stóðu upp úr í félagsstarfinu.

Titleist holukeppnin var virkilega vel sótt af félagsmönnum og mættu 78 karlmenn til leiks í forkeppni og 38 konur. Þáttaka kvenna stóð upp úr í þessu móti því að hlutfallslega mættu fleiri konur en karlar til leiks. Vegna þessara miklu þáttöku þurftu sigurvegarar kynjana að spila ansi marga leiki eftir forkeppni, sigurvegari karlaflokksins þurfti að spila 6 leiki til að sigra og sigurvegari kvennaflokksins spilaði 5 leiki til að sigra.

Það sást vel í fyrstu umferð hve margt getur gerst í holukeppni því að báðir sigurvegarar síðasta árs féllu úr leik, það voru þau Kristján Þór Einarson og Krisín María Þorsteinsdóttir. Þegar komið var að úrslitaviðureign flokkana þá voru það þær Hekla Ingunn Daðadóttir og Helga Rut Svanbergsdóttir sem léku til úrslita hjá konunum og þeir Kristófer Karl Karlsson og Ragnar Már Ríkharðsson hjá körlunum.

Spennan var mikil á fyrri níu hjá konunum en eftir þrettán holur var Helga komin 3 upp og leikurinn var svo orðinn dormie eftir að Helga vann einnig þá 14. Tvör pör á 15. innsigluðu svo sigur Helgu 4/3 og var Helga því sigurvegari í kvennaflokki árið 2016.

Strákarnir voru báðir að spila frábært golf og þegar að 9 holur voru búnar voru þeir báðir að spila undir pari. Þrátt fyrir það átti Ragnar Már eina holu eftir 10 holur. Svo kom Ragnar sér í svaka gír og vann fjórar holur í röð og sigraði á endanum 3/2.

Í framhaldi af þessum sigrum var spilaður úrslitaleikur kynjanna og sigraði Ragnar Már þann leik og voru því karlarnir kallaðir sterkara kynið þetta árið.

FRÁ AÐALFUNDI

FRÁ AÐALFUNDI

20.12.2017

Aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar var haldinn miðvikudaginn 13. desember síðastliðinn í Kletti, Íþróttamiðstöð GM. Góð mæting félagsmanna var á fundinn en alls mættu um 70 félagar. Fundarsköp voru með hefðbundnum hætti.