Mosfellsbær, Ísland
Mánudagur 2°C - 2 m/s

ÚRSLIT ÚR KEILUHALLARMÓTINU

30.06.2017
ÚRSLIT ÚR KEILUHALLARMÓTINU

Síðastliðinn miðvikudag var haldið þriðja mótið á GM mótaröðinni þetta sumarið, Keiluhallarmótið. Alls mættu 77 félagsmenn til leiks og létu þeir smá rigningu ekki stoppa sig í því að spila gott golf. Flott skor litu dagsins ljós og var það Jón Rafn Valdimarsson sem stóð uppi sem sigurvegari í punkakeppni með 39 punkta. Helstu úrslit úr mótinu eru hér að neðan.


Punktakeppni

1. sæti - Jón Rafn Valdimarsson, 39 punktar
2. sæti - Edda Herbertsdóttir, 38 punktar (22 á seinni níu)
3. sæti - Kristófer Karl Karlsson, 38 punktar (19 á seinni níu)

Nándarverðlaun

3. hola - Guðrún Leósdóttir, 12,21 m
7. hola - Sigurður Ingólfsson, 1,01 m
15. hola - Jón Brynjar Berglindarson, 5,70 m
18. hola - Haukur Hafsteinsson, 3,68 m

Sigurvegara geta nálgast verðlaunin sín eftir helgi á Hlíðavelli.

Við þökkum félagsmönnum kærlega fyrir þátttökuna og vonumst til að sjá ykkur aftur sem fyrst.