Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Pro Am Firmakeppni GM

Spilaðu með þeim bestu!

Pro-Am Firmakeppni GM í samstarfi við Örninn golfverslun fer fram fimmtudaginn 2. júní næstkomandi á Hlíðavelli í Mosfellbæ. 3. - 5. júní fer fram annað mót Eimskipsmótaraðarinnar á Hlíðavelli og því ljóst að völlurinn verður í toppstandi. Völlurinn verður uppsettur með sama hætti og á Eimskipsmótaröðinni.

Allir keppendur fá morgunmat fyrir hring ásamt heitri máltíð að hring loknum. Ræst verður út á öllum teigum Hlíðavallar klukkan 9:00 en morgunmatur verður opin frá 7:30. Einnig verða boltar á æfingasvæði Hlíðavallar þátttakendum að kostnaðarlausu.

Leikið verður með Texas Scramble fyrirkomulagi og eru 4 leikmenn í hverju liði. 3 leikmenn frá fyrirtæki ásamt einum afrekskylfing sem við útvegum í hvert lið.

Verð: 45.000 kr pr. lið eða 15.000 á hvern kylfing.

Verðlaun:

1. sæti - 4 x Galvin Green regnjakkar frá Erninum golfverslun að verðmæti 40.000 kr stykkið
2. sæti - 4 x Galvin Green vindjakkar frá Erninum golfverslun að verðmæti 30.000 kr stykkið
3. sæti - 4 x Galvin Green peysa frá Erninum golfverslun að verðmæti 18.000 kr stykkið

Einnig verða nándarverðlaun á öllum brautum vallarins!

Bjóddu starfsmönnum eða góðum viðskiptavinum að vera með

Það er tilvalið að bjóða starfsmönnum eða góðum viðskiptavinum að taka þátt í mótinu. Það er mikil upplifun fyrir kylfinga að leika með bestu kylfingum landsins og leika á velli uppsettum eins og á Eimskipsmótaröðinni. Allar auglýsingar verða komnar á svæðið og því upplifunin einstök!

Skráðu þitt lið til leiks

Skráning í mótið og allar nánari fyrirspurnir eru með tölvupósti á golfmos@golfmos.is. Hvetjum alla áhugasama til þess að hafa hraðar hendur en líklegt er að færri komist að en vilja.

Íþróttamiðstöð í byggingu á Hlíðavelli

Golfklúbbur Mosfellsbæjar byggir nú Íþróttamiðstöð á Hlíðavelli. Verkefnið er metnaðarfullt og stefnt er að því að flytja inn á fullbúna efrihæð fyrir sumarið 2017. Pro Am Firmakeppnin er haldin til styrktar byggingu Íþróttamiðstöðvarinnar.