Mosfellsbær, Ísland

FRÁBÆR SKEMMTUN Á BÆNDAGLÍMU GM

23.09.2019
FRÁBÆR SKEMMTUN Á BÆNDAGLÍMU GM

Bændaglíma GM fór fram laugardaginn 21. september á Hlíðavelli. 108 keppendur tóku þátt en um 40 manns voru þó á biðlista. Leikfyrirkomulag var Texas scramble holukeppni án forgjafar, þar sem tveir leikmenn úr hvoru liði mættust í hverjum ráshópi.

Eins og fram hefur komið fór Kiddi fyrir bláa liðinu og Rabbi fyrir því rauða. Bændurnir keyrðu á milli og heilsuðu upp á keppendur með hressingar auk þess sem þeir tóku þátt þegar við átti.

Veðrið lék við keppendur og var stemningin frábær líkt og síðustu ár. Að móti loknu var boðið upp á glæsilegt grillhlaðborð, næst fór verðlaunaafhending fram þar sem bláa lið Kidda bar sigur úr býtum. Í fyrsta sinn var bóndanum afhentur bikar sem verður fastur liður héðan í frá og skrásetur sögu glímunnar.

Veitt voru nándarverðlaun og lengsta teighögg karla og kvenna:

  • 3. braut - Davíð Baldur 440 cm
  • 7. braut - Eyþór T 137 cm
  • 15. braut - Ingvar 107 cm
  • 18. braut - Viddi 191 cm
  • Lensta teighögg kvenna - Sigrún Ýr
  • Lengsta teighögg karla - Grétar

Trúbadorinn Kókos lék fyrir dansi við mikinn fögnuð viðstaddra og var mikið stuð frameftir kvöldi.

Við þökkum fyrir frábæran dag og kvöld og bíðum spennt eftir Bændaglímunni að ári!