Mosfellsbær, Ísland

TITLEIST UNGLINGAEINVÍGIÐ 2019 - ÚRSLIT

13.09.2019
TITLEIST UNGLINGAEINVÍGIÐ 2019 - ÚRSLIT

Titleist Unglingaeinvígið fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í dag. Þetta er 15. skiptið sem Unglingaeinvígið er haldið, en mótið er á vegum Golfklúbbs Mosfellsbæjar.

Titleist Unglingaeinvígið er boðsmót þar sem leikmenn vinna sér inn þátttökurétt með góðum árangri á Unglingamótaröð GSÍ auk þess sem klúbbmeisturum GM er boðin þátttaka.

Þrír keppendur komust áfram úr hverjum flokki í lokaeinvígið, en aðstæður voru krefjandi.

Mótið var leikið eftir shoot out fyrirkomulagi þar sem 10 leikmenn hófu leik og datt einn leikmaður út á hverri holu þar til Tómas Eiríksson Hjaltested stóð uppi sem sigurvegari. Tómas lék stórkostlegt golf á lokaholunum en hann fékk fugl á fjórar síðustu holurnar.

Lokastaðan í Titleist Unglingaeinvíginu 2019

  • 1.Tómas Eiríksson Hjaltested GR
  • 2.Dagbjartur Sigurbrandsson GR
  • 3.Aron Ingi Hákonarson GM
  • 4.Perla Sól Sigurbrandsóttir GR
  • 5.Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR
  • 6.Helga Signý Pálsdóttir GR
  • 7.Finnur Gauti Vilhelmsson GR
  • 8.Guðjón Frans Halldórsson GKG
  • 9.Kristófer Karl Karlsson GM
  • 10.Böðvar Bragi Pálsson GR

Sigurvegarar mótsins frá upphafi eru:

2005 – Sveinn Ísleifsson
2006 – Guðni Fannar Carrico
2007 – Andri Þór Björnsson
2008 – Guðjón Ingi Kristjánsson
2009 – Andri Már Óskarsson
2010 – Guðrún Brá Björgvinsdóttir
2011 – Ragnar Már Garðarson
2012 – Aron Snær Júlíusson
2013 – Ingvar Andri Magnússon
2014 – Ingvar Andri Magnússon
2015 – Björn Óskar Guðjónsson
2016 – Henning Darri Þórðarson
2017 – Ragnar Már Ríkarðsson
2018 – Dagbjartur Sigurbrandsson
2019 – Tómas Eiríksson Hjaltested