Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Sveitakeppni LEK fór fram í liðinni viku.

12.08.2022
Sveitakeppni LEK fór fram í liðinni viku.

Í síðastliðinni viku fóru fram sveitakeppni eldri kylfinga 65+ sem LEK stendur fyrir. Er þetta annað árið sem karlakeppnin fer fram í fyrsta sinn sem konurnar spila.

Okkar fulltrúar stóðu sig vel og endaði karlasveitin í 7. sæti og heldur því sínu sæti í efstu deild. Spilað var í Öndverðarnesi við ansi krefjandi veðuraðstæður.

Hér að ofan má sjá fulltrúa GM í karlasveit 65;

Frá vinstri, Sigurður Geirsson, Páll V Ásmundsson, Kjartan Ólafsson, Kristinn L Aðalbjörnsson, Svanberg Guðmundsson, Ásbjörn Björgvinsson og Bragi Jónsson sem jafnframt er liðsstjóri.

Kvennasveitin spilaði á Nesvellinum og enduðu þær 6. sæti sem er vel af verki staðið í þessari fyrstu keppni.

Hér að neðan má sjá fulltrúa GM í kvennasveit GM 65+

Gæti verið mynd af 8 manns, people standing og gras

Frá vinstri; Karólína Jónsdóttir sérleg aðstoðarkona og kaddý, Unnur Pétursdóttir, Ingveldur Bragadóttir, Margrét Óskarsdóttir, Þuríður Pétursdóttir, Hrefna Birgitta, Rósa Guðný og Dagný Þórólfsdóttir liðsstjóri.