02.07.2024
Íslandsmót golfklúbba í aldursflokkum 16 ára og yngri og 18 ára og yngri fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 26.-28.júní. 14 ára og yngri kepptu á sama tíma á Hellu.
Í flokki 18 ára og yngri stúlkna var GM með tvö lið og enduðu þau í 1. sæti og 3. sæti í mótinu sem verður að teljast frábær árangur hjá okkar efnilegustu stúlkum.
GM A-sveit, Íslandsmeistarar 2024
GM B-sveit, 3. sæti
Í flokki 18 ára og yngri stráka endaði lið GM í 7. sæti
Í flokki 16 ára og yngri drengja endaði lið GM í 4. sæti
Í flokki 14 ára og yngri stúlkna endaði lið GM í 2. sæti eftir spennandi úrslitaleik á móti Keili.
Í flokki 14 ára og yngri drengja endaði lið GM í 8. sæti.