Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Pamela Nettómeistari 2024

11.06.2024
Pamela Nettómeistari 2024

Nettó unglingamótið fór fram um helgina á GKG. Mótið er hluti af Unglingamótaröð GSÍ og einnig var keppt í Golf14 fyrir keppendur 14 ára og yngri.

Í flokki 15-18 ára stúlkna var það Pamela Ósk Hjaltadóttir úr GM uppi sem sigurvegari og eru því Nettómeistari 2024.

Pamela lék hringina á 81-77-74 eða 19 höggum yfir pari í erfiðum aðstæðum, sérstaklega á fyrstu tveimur keppnisdögunum. Endaði hún jöfn Fjólu Margréti úr GS en vann Pamela á annari holu í bráðabana.


Frá vinstri Ástrós íþróttastjóri GKG Bryndís Eva Pamela Ósk og Fjóla Margrét

Auður Bergrún, Dagbjört Erla og Eva, GM-ingar léku flott golf í mótinu og enduðu jafnar í 5. sæti á 26 höggum yfir pari.

Í 15-18 ára piltaflokki var það heimamaðurinn Guðjón Frans sem sigraði á 3 höggum yfir pari samtals. Hjalti Kristján Hjaltason úr GM lék stöðugt og gott golf og endaði jafn í 5. sæti á 17 höggum yfir pari samtals.

Í flokki 14 ára og yngri stúlkna átti GM tvo kylfinga í verðlaunasæti. Elva María úr Keili stóð uppi sem sigurvegari í mótinu á 21 höggi yfir pari. Sara María Guðmundsdóttir úr GM var í öðru sæti en hún lék hringina á 91-92 eða 41 höggi yfir pari. Eiríka Malaika Stefánsdóttir, einnig úr GM, var í þriðja sæti en hún lék á 99-85 eða höggi á eftir Söru.


Frá vinstri Ástrós Arnarsdóttir íþróttastjóri GKG Sara María Elva María Eiríka Malaika Úlfar Jónsson mótsstjóri

Einnig var 14 ára og yngri viðburður á föstudeginum á Mýrinni en leiknar voru 9 holur.

Í 10 ára og yngri drengjaflokki var Daníel Tristan efstur GM-inga í 6. sæti á 50 höggum.

Í 10 ára og yngri stúlknaflokki var Edda María úr GM á besta skorinu á 53 höggum.

Í flokki 11-12 ára drengja var Emil Darri úr GM á besta skorinu eða 46 höggum.

Í flokki 11-12 ára stúlkna voru Elva Rún og Rakel Þyrí úr GM báðar bestar á 51 höggi.

Í flokki 13-14 ára drengja var Helgi Þór bestur GM-inga á 51 höggi.

Við óskum okkar kylfingum til hamingju með árangurinn!