Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Pallaopen - Úrslit

22.05.2021
Pallaopen - Úrslit

Í dag fór fram Pallaopen, styrktarmót fyrir Hlaðgerðarkot og sumarbúðirnar í Reykjadal. Þökkum við öllum þeim sem mættu til okkar kærlega fyrir þáttökuna. Einnig viljum við þakka GM félaganum Palla Líndal fyrir sitt frumkvæði í þessu styrktarmóti og mikla og óeigingjarna vinnu fyrir þessu virkilega þörfu málefni. Það söfnuðust hjá okkur í dag rétt um 2 milljónir króna sem renna óskiptar til málefnana.

Við viljum einnig þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem styrktu okkur með frábærum vinningum og framlögum. Við viljum sérstaklega þakka Dineout sem var aðalstyrktaraðila þessa golfmóts fyrir þeirra flotta framlag og aðstoð við að gera þennan dag eins góðan og raun bar vitni.

Úrslit mótsins urðu eftirfarandi:

Birt með fyrirvara.

Einstaklingskeppni:

Höggleikur - besta skor. Úlfar Jónsson 73 högg

Punktakeppni

1. sæti - Árni Brynjólfsson 39 punktar

2. sæti - Hilmar Árnason 38 punktar

3. sæti - Rúnar S. Guðjónsson 35 punktar.


Tveggja manna scramble

1. sæti - Aron Atli Valtýsson og Valtýr Bergmann. 13 undir pari

2. sæti - Freyr Hólm Ketilsson og Gunnlaugur K. Guðmundsson. 10 undir pari

3. sæti - Kári Tryggvason og Rannveig Rúnarsdóttir. 8 undir pari ( betri á seinni 9)


Fjögurra manna scramble.

1. sæti - Davíð Gunnlaugsson, Pétur Pétursson, Guðjón Reyr Þorsteinsson og Tryggvi Pétursson. 18 undir pari

2. sæti - Daniel Atli Matthíasson, Benedikt Stefánsson, Hjálmar Tumi Þorkelsson og Hafliði Jökull Jóhannesson. 15 undir pari ( betri á seinn 9)

3. sæti - Steinar Karl Hlífarsson, Ásmundur H. Vermundsson, Ásbjörn Jónsson og Anton Rafn Ásmundsson. 15 undir pari.


Næstur holu:

3. braut - Einar Ólafur Pálsson. 83 cm

7. braut - Sigfús Helgason. 50 cm

15. braut - Elín Gróa Karlsdóttir. 4,04 metrar

18. braut - Guðjón Emilsson. 1,05 metrar


Næstur holu í Trackman keppni - Bjarki Jónatansson

Lengsta drive í Trackman keppni. - Aron Valtýsson


Verðlaunaafhending fer fram næstkomandi þriðjudag kl. 20:00 á Blik. Þar verður meðal annars dregið um tvö glæslileg reiðhjól ásamt fjölda annarra vinninga. Verðlaunaafhendingin verður í beinni á facebook síðu Mosfellings, bæjarblaðs okkar Mosfellinga. Hvetjum við alla verðlaunahafa til þess að kíkja til okkar og taka á móti sínum verðlaunum :)

Takk kærlega fyrir komuna í dag og að taka þátt í því að styrkja þessi frábæru og þörfu málefni og vonandi sjáum við sem flest ykkar á þriðjudaginn :)