Mosfellsbær, Ísland

Öldungastarf Golfklúbbs Mosfellsbæjar

26.05.2021
Öldungastarf Golfklúbbs Mosfellsbæjar

Nú nýverið var tekin sú ákvörðun innan stjórnar GM að setja meiri kraft í öldungastarf klúbbsins og þá sérstaklega í sveitakeppni eldri kylfinga og æfingar fyrir þá kylfinga sem uppfylla þau skilyrði sem sett eru fram vegna öldungasveitanna.

Með því að smella hér þá getið þið séð þau viðmið sem eru til staðar varðandi val á öldungasveitum GM.

Samhliða þessu hefur verið stofnuð öldunganefnd GM og hana skipa eftirfarandi aðilar:

Írunn Ketilsdóttir, Ásbjörn Björgvinsson, Halldór Ólafsson og Rut Marsibil Héðinsdóttir.

Munum við fljótlega kynna þetta starf betur og efna til kynningafundar fyrir áhugasama.