Mosfellsbær, Ísland

Mikil fjölgun meðlima í GM

02.06.2021
Mikil fjölgun meðlima í GM

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum sú mikla sprenging sem hefur orðið í golfiðkun undanfarið og höfum við í GM ekki farið varhluta af því. Staðan er þannig hjá okkur núna að við getum ekki tekið við fleiri meðlimum í fulla aðild. Þeir kylfingar sem sækja um hjá okkur núna í í fulla aðild fara því á biðlista.

Við getum ennþá bætt við okkur meðlimum í hálfa aðild ( einungis leikheimild í Bakkakoti) svo er að sjálfsögðu ávallt opið fyrir skráningar hjá 18 ára og yngri.

Í dag er meðlimafjöldi GM 1912 kylfingar, af þeim eru 1400 meðlimir í fullri aðild 19 ára og eldri. Stjórn GM tók þá ákvörðun að stoppa í þeirri tölu til þess að tryggja áfram gott aðgengi að rástímum á okkar völlum.

Við fögnum þessari miklu fjölgun sem orðið hefur í okkar golfklúbb og bjóðum alla þessa nýju meðlimi velkomna til okkar í GM og vonum svo sannarlega að allir eigi eftir að njóta þess að spila hjá okkur golf :)