Mosfellsbær, Ísland

MARÍA EIR ÍSLANDSMEISTARI UNGLINGA

23.08.2021
MARÍA EIR ÍSLANDSMEISTARI UNGLINGA

Íslandsmót unglinga fór fram á Hlíðavelli um liðna helgi. Við hjá GM áttum fjölda keppenda sem stóðu sig allir með stakri prýði og voru sér og GM til mikils sóma.

Í flokki 17-18 ára stúlkna voru GM stúlkurnar, María Eir og Katrín Sól í efstu tveimur sætunum. María sigraði flokkinn og er því Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára stúlkna. María Eir varð einnig stigameistari í flokknum og Katrín Sól í 2. sæti.

Í flokki 15-16 ára stúlkna var Berglind Erla Baldursdóttir í 2. sæti eftir jafna og stöðuga spilamensku. Berglind Erla hafnaði einnig í 2. sæti á stigalista í flokki 15-16 ára og Sara Kristinsdóttir í 3. sæti.

Í flokki stúlkna 14 ára og yngri var Eva Kristinsdóttir í 2. sæti eftir harða baráttu um sigurinn. Eva hafnaði einni í 2. sæti á stigalista GSÍ í flokki 14 ára og yngri.

Í flokki drengja 15-16 ára var Oliver Thor Hreiðarsson í 2. sæti eftir góða spilamennsku.

Glæsilegur árangur hjá okkar krökkum og óskum við þeim innilega til hamingju!