Mosfellsbær, Ísland

LOKAHÓF BARNA OG UNGLINGA

02.10.2019
LOKAHÓF BARNA OG UNGLINGA

Lokahóf barna og unglinga hjá GM fór fram mánudaginn 30. september í Kletti, en um 50 iðkendur mættu á lokahófið. Lokahófið var lokapunktur sumarsins þar sem iðkendur komu saman og áttu góða stund.

Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur í sumar:

Háttvísibikar GM og GSÍ – María Eir Guðjónsdóttir
Kylfingur ársins karlar – Kristófer Karl Karlsson
Kylfingur ársins konur – Kristín Sól Guðmundsdóttir
Lægsta skor – Ragnar Már Ríkarðsson
Mestu framfarir karlar – Helgi Freyr Davíðsson
Mestu framfarir konur – Katrín Sól Davíðsdóttir
Afrek ársins – Sverrir Haraldsson
Besta ástundun karlar – Aron Ingi Hákonarson
Besta ástundun konur – Berglind Erla Baldursdóttir
Efnilegastur – Oliver Thor Hreiðarsson
Efnilegust – Sara Kristinsdóttir

Yngstu iðkendur GM hafa undantekningalaust verið sjálfum sér og klúbbnum til sóma í sumar, bæði innan vallar sem utan. Við þökkum þeim kærlega fyrir sumarið!