07.08.2024
Íslandsmót golfklúbba 2024 í 1. deild kvenna fór fram á Strandarvelli á Hellu dagana 25. - 27. júlí. Golfklúbbur Mosfellsbæjar sigraði og varði titlinn en GM hefur sigrað síðustu þrjú ár í röð. Í úrslitaleiknum mætti GM Keili þar sem að GM sigraði 3,5 – 1,5 í spennandi leik þar sem bráðabani var leikinn um sigurinn. Þar hafði Eva Kristinsdóttir betur á móti atvinnukylfingnum Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur.
Karlasveit GM endaði í 6. sæti en þeir léku á Jaðarsvelli á Akureyri.