Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Karlkylfingur ársins - Kristófer Karl Karlsson

03.12.2020
Karlkylfingur ársins - Kristófer Karl Karlsson

Karlkylfingur ársins hjá GM árið 2020 er Kristófer Karl Karlsson. Kristófer er einn af bestu kylfingum landsins og náði frábærum árangri á árinu 2020. Kristófer er fæddur árið 2001 og er því 19 ára gamall. Hann hefur verið í GM frá barnsaldri og Hlíðavöllur verið hans annað heimili.

Helsti árangur Kristófers árið 2020 var eftirfarandi:

  • Íslandsmeistari í holukeppni 19-21 árs
  • Íslandsmeistari í höggleik 19-21 árs
  • Stigameistari 19-21 árs
  • Klúbbmeistari karla hjá GM
  • Valinn í A landslið Íslands sem lék á Evrópumóti karla í Hollandi

Kristófer er mjög metnaðarfullur og einbeittur íþróttamaður sem stefnir langt í íþróttinni. Hann hefur undanfarin ár verið meðal efnilegustu kylfinga landsins og steig stórt skref í sumar í átt að þeim bestu. Kristófer lék lykilhlutverk í liði GM í Íslandsmóti golfklúbba en þar skilaði hann 4.5 stigum af 5 mögulegum.

Kristófer er góður liðsmaður og frábær fyrirmynd fyrir yngri iðkendur GM. Kristófer stefnir á atvinnumennsku í golfi að loknu námi en hann stundar nám við Borgarholtsskóla.

Kristófer Karl er karlkylfingur ársins hjá GM árið 2020.

Til hamingju Kristófer!

Karlkylfingar ársins hjá GM frá 2015
2015 - Kristján Þór Einarsson
2016 - Kristján Þór Einarsson
2017 - Björn Óskar Guðjónsson
2018 - Björn Óskar Guðjónsson
2019 - Kristófer Karl Karlsson
2020 - Kristófer Karl Karlsson