Mosfellsbær, Ísland

KATRÍN SÓL ÍSLANDSMEISTARI Í HOLUKEPPNI

16.08.2021
KATRÍN SÓL ÍSLANDSMEISTARI Í HOLUKEPPNI

Íslandsmót unglinga í holukeppni fór fram um helgina á Grafarholtsvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Við hjá GM áttum fjölda keppenda í mótinu sem allir stóðu sig með stakri prýði.

Í flokki 17-18 ára stúlkna léku GM stúlkurnar María Eir og Katrín Sól til úrslita. Katrín hafði betur og er því Íslandsmeistari í holukeppni í flokki 17-18 ára.

Í flokki 15-16 ára stúlkna lék Sara Kristinsdóttir til úrslita gegn Perlu Sól. Eftir afar jafnan og spennandi úrslitaleik sigraði Perla 1/0. Í sama flokki sigraði Berglind Erla Baldursdóttir leikinn sinn um 3. sæti.

Í flokki 14 ára og yngri lék Eva Kristinsdóttir til úrslita gegn Fjólu Margréti frá GS. Fjóla sigraði að lokum og hafnaði Eva í 2. sæti.

Í flokki 17-18 ára drengja hafnaði Aron Ingi Hákonarson í 4. sæti eftir spennandi leik um 3. sætið sem kláraðist á 20. holu, 2. holu í bráðabana.

Óskum okkar fólki innilega til hamingju með glæsilegan árangur