Mosfellsbær, Ísland

Jóganámskeið Fyrir Félaga GM Í Kletti - Nýtt námskeið

09.02.2021
Jóganámskeið Fyrir Félaga GM Í Kletti - Nýtt námskeið


Nýtt námskeið!

Sömu dagsetningar og á námskeiðinu hér að neðan, en tíminn er frá 21:15 - 22:15!

Skráning fer fram á boka.golfmos.is

Vertu velkomin/n á 3ja vikna jóga námskeið sérhannað fyrir golfara!

Á námskeiðinu er lögð áhersla á jógastöður og æfingar sem henta kylfingum sérstaklega. Æfingarnar munu stuðla að auknum liðleika, styrk, þoli, samhæfingu og aukinni einbeitingu. Í lok hvers tíma verður hugleiðsla og slökun.

Námskeiðið er haldið á neðri hæð í Kletti klukkan 20:00 - 21:00 og verður á eftirfarandi dögum:

15. febrúar, mánudagur

18. febrúar, fimmtudagur

22. febrúar, mánudagur

25. febrúar, fimmtudagur

1. mars, mánudagur

4. mars, fimmtudagur


2000 kr. afsláttarkóði fyrir félaga GM: yogamos

Frábært námskeiðið fyrir alla kylfinga!

Um Sigyn:

Sigyn Jara er 21 árs Mosfellsbæingur og lauk síðastliðið vor 200 klst. jógakennaranámi frá einu helsta jógastúdíói landsins, Yoga Shala.

Smáa letrið:

Hugað verður vel að sóttvörnum og allar gildandi sóttvarnarreglur virtar.

16 ára aldurstakmark.

Fyrir öll getustig. Byrjendur sem og lengra komna í jóga.

Skráning í jóganámskeið